Elíza Reid fagnaði Þriðju vaktinni

Hverjir voru hvar | 3. desember 2023

Elíza Reid fagnaði Þriðju vaktinni

Vinir, börn og fjölskylda mættu til að fagna útgáfu bókarinnar Þriðja vaktin eftir hjónin Huldu Tölgyes sálfræðing og Þorstein V. Einarsson kynjafræðing. Teitið var haldið í Plöntunni og var margt um manninn.

Elíza Reid fagnaði Þriðju vaktinni

Hverjir voru hvar | 3. desember 2023

Eliza Reid ásamt Huldu Tölgyes og Þorsteini V. Einarssyni.
Eliza Reid ásamt Huldu Tölgyes og Þorsteini V. Einarssyni. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Vinir, börn og fjölskylda mættu til að fagna útgáfu bókarinnar Þriðja vaktin eftir hjónin Huldu Tölgyes sálfræðing og Þorstein V. Einarsson kynjafræðing. Teitið var haldið í Plöntunni og var margt um manninn.

Vinir, börn og fjölskylda mættu til að fagna útgáfu bókarinnar Þriðja vaktin eftir hjónin Huldu Tölgyes sálfræðing og Þorstein V. Einarsson kynjafræðing. Teitið var haldið í Plöntunni og var margt um manninn.

Fullt var út úr dyrum og Eliza Reid lét sig ekki vanta sem og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði. 

Bókin fjallar um heimilishald og uppeldi sem er eitthvað sem felur í sér ólaunaða og vanmetna vinnu. Körlum hættir til að ofmeta sitt framlag og gera lítið úr álaginu sem fellur oftast á konur.

Í bókinni má meðal annars finna aðsendar reynslusögur og alþjóðlegar rannsóknir sem gefa lesendum færi á að sjá hvers vegna réttlát verkaskipting á heimilum er mikilvægt jafnréttismál.

Hjónin Hulda og Þorsteinn hafa verið leiðandi í umræðu um þriðju vaktina undanfarin ár og haldið fjölda fyrirlestra á vinnustöðum og námskeið fyrir pör.

Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
mbl.is