Loftslagsmál falla í mikilvægi hjá fólki

Loftslagsvá | 5. desember 2023

Loftslagsmál falla í mikilvægi hjá fólki

Samkvæmt Íslensku kynslóðamælingunni 2023, sem markaðsrannsóknafyrirtækið Prósent framkvæmir, hafa aðgerðir í loftslagsmálum fallið úr efsta sæti í hugum allra kynslóða Íslendinga þegar spurt er um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Loftslagsmál falla í mikilvægi hjá fólki

Loftslagsvá | 5. desember 2023

Kynslóðabilið er í viðhorfum um margt styttra en ætla mætti.
Kynslóðabilið er í viðhorfum um margt styttra en ætla mætti. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Samkvæmt Íslensku kynslóðamælingunni 2023, sem markaðsrannsóknafyrirtækið Prósent framkvæmir, hafa aðgerðir í loftslagsmálum fallið úr efsta sæti í hugum allra kynslóða Íslendinga þegar spurt er um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt Íslensku kynslóðamælingunni 2023, sem markaðsrannsóknafyrirtækið Prósent framkvæmir, hafa aðgerðir í loftslagsmálum fallið úr efsta sæti í hugum allra kynslóða Íslendinga þegar spurt er um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Þegar spurt var að hinu sama í kynslóðamælingu 2021 voru loftslagsmálin í 1. sæti hjá öllum fjórum skilgreindum kynslóðum, en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Þau eru í 4.-5. sæti hjá yngri kynslóðunum, féllu niður í 9. sæti hjá miðaldra fólki en í hið 7. hjá elsta hópnum.

Heilsa og vellíðan er nú efst á blaði hjá öllum kynslóðunum fjórum, en útrýming fátæktar er í 2. sæti hjá yngri kynslóðunum þremur. Þá er athyglisvert að þó að „góð atvinna og hagvöxtur“ nái ekki mjög hátt upp listana, þá er það þar sem mest breyting er upp á við hjá yngri kynslóðunum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is