Norðmenn segja skilið við olíurisa

Loftslagsvá | 28. desember 2023

Norðmenn segja skilið við olíurisa

Stærsti lífeyrissjóður Noregs hefur ákveðið að hætta að fjárfesta í sádiarabíska olíurisanum Saudi Aramco vegna aðgerðaleysis félagsins í loftslagsmálum. Þá hefur norski sjóðurinn að auki sagt skilið við 11 félög til viðbótar við Persaflóa vegna mannréttindamála. 

Norðmenn segja skilið við olíurisa

Loftslagsvá | 28. desember 2023

Um milljarðaviðskipti er að ræða.
Um milljarðaviðskipti er að ræða. Ljósmynd/Colourbox

Stærsti lífeyrissjóður Noregs hefur ákveðið að hætta að fjárfesta í sádiarabíska olíurisanum Saudi Aramco vegna aðgerðaleysis félagsins í loftslagsmálum. Þá hefur norski sjóðurinn að auki sagt skilið við 11 félög til viðbótar við Persaflóa vegna mannréttindamála. 

Stærsti lífeyrissjóður Noregs hefur ákveðið að hætta að fjárfesta í sádiarabíska olíurisanum Saudi Aramco vegna aðgerðaleysis félagsins í loftslagsmálum. Þá hefur norski sjóðurinn að auki sagt skilið við 11 félög til viðbótar við Persaflóa vegna mannréttindamála. 

Sjóðurinn, KLP, hefur um 700 milljarða norskra króna til umráða, sem jafngildir um 9.300 milljörðum kr. Talsmenn KLP segja að viðskiptin við félögin hafi numið alls um 15 milljónum norskra kr. 

KLP hefur hætt viðskiptum við 11 fyrirtæki sem sérhæfa sig m.a. í fjarskiptum og fasteignaviðskiptum í Kúveit, Katar, Sádi-Arabíu og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. KLP segir að staðan í mannréttindamálum í þessum löndum sé óviðunandi. 

Saudi Aramco var sett á svartan lista vegna tengsla fyrirtækisins við sádiarabíska ríkið og fyrir að hafa ekki staðið sig hvað varðar loftslagsmál og orkuskipti.

Skerða tjáningarfrelsi og pólitísk réttindi

Kiran Aziz, framkvæmdastjóri ábyrgra fjárfestinga hjá KLP, segir í yfirlýsingu að ástæðan fyrir þessari ákvörðun sé sú að ríkin lúti enn alræðisvaldi sem skerði tjáningarfrelsi fólks og pólitískt réttindi, þar á meðal þeirra sem gagnrýna stjórnvöld og einstaklinga sem berjast fyrir mannréttindum. 

Aziz segir jafnframt að ákvörðunin hafi beinst að fjarskiptafyrirtækjum sérstaklega vegna þróunar á nýrri tækni „þar á meðal gervigreindar, sem auki hættuna á kerfisbundnu eftirliti og ritskoðun“.

Þá segir hann að ekki hafi verið nóg að gert hvað varðar fasteignageirann, þar sem farandverkamenn frá Afríku og Asíu hafi mátt þola kúgun og mannréttindabrot. 

Á 90% í Saudi Aramco

Sádiarabíska ríkið á 90% hlut í Saudi Aramco. KLP lét af viðskiptum við félagið aðallega á þeim grundvelli að það hafi staðið sig vel hvað orkuskipti varðar. 

„Loftslagsstefna fyrirtækisins og hagsmunabarátta þess endurspeglar andstöðu meirihlutaeigandans við það að fasa út notkun á olíu og gasi til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga,“ segir í yfirlýsingunni. 

KLP hætti að fjárfesta í rússneskum fyrirtækjum í fyrra í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. 

Árið 2021 hætti sjóðurinn einnig að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tengjast ísraelskum landtökubyggðum á Vesturbakkanum, þar á meðal tæknifyrirtækinu Motorola. 

mbl.is