Samkomulag náðist á COP28

Loftslagsvá | 13. desember 2023

Samkomulag náðist á COP28

Sögulegt samkomulag náðist um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á loftlagsráðstefnunni COP28 sem lauk í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á áttunda tímanum í morgun.

Samkomulag náðist á COP28

Loftslagsvá | 13. desember 2023

Sultan Ahmed al-Jaber, forseti COP-28
Sultan Ahmed al-Jaber, forseti COP-28 AFP

Sögulegt samkomulag náðist um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á loftlagsráðstefnunni COP28 sem lauk í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á áttunda tímanum í morgun.

Sögulegt samkomulag náðist um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á loftlagsráðstefnunni COP28 sem lauk í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á áttunda tímanum í morgun.

Sultan al-Jaber, forseti COP28, greindi frá því að drög að lokayfirlýsingu loftlagsráðstefnunnar hafi verið samþykkt og er þetta í fyrsta skipti sem finna má í yfirlýsingu frá COP-loftlagsráðstefnu þar sem ríki heims koma sér saman um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Ekki eru þó allir á eitt sáttir með orðalag yfirlýsingarinnar en ákall hefur verið á meðal margra ríkja að stefnt skuli að útfösun jarðefnaeldsneytis.

Kolefnishlutleysi fyrir árið 2050

Við höfum grundvöll til að láta umbreytingarbreytingar gerast,“ sagði Sultan al-Jaber áður en samningurinn var samþykktur.

Í drögum samkomulagsins kemur fram að reynt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu og þannig verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.

Þetta var 28. loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna og í ár var helsta deilumálið um að notkun á jarðefnaeldsneyti yrði hætt í áföngum eða „fasað út“ eins og margir hafa tekið til orða.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, fagnar samkomulaginu.

Mikilvægur hluti af þessum sögulega samningi er sannarlega gerður í Evrópu. Allur heimurinn samþykkti markmið okkar 2030, að þrefalda endurnýjanlega orku og tvöfalda orkunýtingu, bæði fyrir árið 2030,“ segir Leyen.

mbl.is