Skógareldar ársins þeir mannskæðustu á öldinni

Loftslagsvá | 28. desember 2023

Skógareldar ársins þeir mannskæðustu á öldinni

Árið 2023 var það mannskæðasta á þessari öld hvað varðar skógarelda. Um 400 milljónir hektara af landi urðu gróðureldum að bráð. Yfir 250 manns fórust af völdum þeirra og um 6,5 milljarða tonna af koltvísýringi losnuðu út í andrúmsloftið.

Skógareldar ársins þeir mannskæðustu á öldinni

Loftslagsvá | 28. desember 2023

Frá skógareldunum nálægt Ogan Ilir í Indónesíu í október.
Frá skógareldunum nálægt Ogan Ilir í Indónesíu í október. AFP

Árið 2023 var það mannskæðasta á þessari öld hvað varðar skógarelda. Um 400 milljónir hektara af landi urðu gróðureldum að bráð. Yfir 250 manns fórust af völdum þeirra og um 6,5 milljarða tonna af koltvísýringi losnuðu út í andrúmsloftið.

Árið 2023 var það mannskæðasta á þessari öld hvað varðar skógarelda. Um 400 milljónir hektara af landi urðu gróðureldum að bráð. Yfir 250 manns fórust af völdum þeirra og um 6,5 milljarða tonna af koltvísýringi losnuðu út í andrúmsloftið.

Pauline Vilain-Carlotti, sem hefur um árabil rannsakað landfræði gróðurelda, segir við AFP-fréttaveituna að skógareldarnir í ár hafi verið „stjórnlausir“ og sýnt að slökkvistarf sem tengist gróðureldum sé víða ófullnægjandi. Frekar eigi að ráðast í forvarnir heldur en að þurfa að bregðast við þegar eldarnir eru þegar byrjaðir að geisa.

Met voru slegin vestanhafs í ár, þar sem um 80 milljónir hektara brunnu í Norður-Ameríku. Þar af brunnu átján milljónir hektara í Kanada en eldarnir kviknuðu vegna mikilla þurrka.

Skógareldar í Evrópu og víðar síðustu sumur hafa geisað af …
Skógareldar í Evrópu og víðar síðustu sumur hafa geisað af áður óþekktum krafti og tjón vegna þeirra og annarra veðurtengdra öfga hlaupið á löngum talnarunum. Slökkviliðsþyrlur demba vatni yfir skógareld nærri Alexandroupoli í Norður-Grikklandi 21. ágúst í sumar. AFP/Sakis Mitrolidis

97 létust á Havaí

97 fórust í skógareldunum á Havaí í ágúst og 31 er enn saknað. 34 létu lífið í eldum í Alsír og 26 á Grikklandi.

Gróðureldar geisuðu einnig á Tenerife, í Portúgal og Indónesíu í ár.

Samkvæmt neyðaratburðagagnasafninu (EM-DAT) í Louvain-háskóla í Belgíu létu rúmlega 250 manns lífið í gróðureldum í ár, sem gerir árið hið mannskæðasta á þessari öld hvað varðar skógarelda. 

Vialin-Carlotti sagði við AFP að hætta á mannfalli myndi aukast á komandi árum, þar sem æ líklegra væri að gróðureldar yrðu nær byggðum.

Skógareldar urðu víða í kjölfar hitabylgju í Evrópu í sumar.
Skógareldar urðu víða í kjölfar hitabylgju í Evrópu í sumar. AFP

Efni sem losna í eldunum – hvort sem það er aska, sót eða koleinoxíð – geta einnig verið afar hættuleg fólki og geta einnig haft áhrif á ýmis vistkerfi.

Rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature í september sýnir að fátækari þjóðir, einkum í Mið-Afríku, séu viðkvæmari en aðrar fyrir áhrifum mengunar sem verður til vegna eldanna.

Fjöldi slökkviliðsmanna börðust við skógareldana á Ródos.
Fjöldi slökkviliðsmanna börðust við skógareldana á Ródos. AFP/Angelos Tzortzinis

6,5 milljörðum síðar

Er eldarnir breiða enn meira úr sér hafa plöntur enn skemmri tíma til að vaxa. Sem gerir skóga líklega til að missa hluta af hæfni sinni til þess að draga að sér koltvísýring.

Samkvæmt nýlegum rannsóknum er talið að eldarnir dragi um 10% úr getu skóganna til þess að draga að sér koltvísýring, samkvæmt Solene Turquety, rannsakanda hjá LATMOS í Frakklandi.

Þegar skógarnir brenna losa þeir allan þann koltvísýring sem þeir hafa geymt.

Frá upphafi árs hafa skógareldar losað 6,5 milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Á hinn bóginn nemur losun af völdum jarðefnaeldsneytis 36,8 milljörðum tonna á þessu ári. 

Talið er að um 80 prósent af kolefnum sem losna í gróðureldum nýti gróðurinn aftur, hin 20 prósentin fara út í andrúmsloftið og stuðla að hnattrænni hlýnun.

Loftgæði í New York eru nú meðal þeirra verstu í …
Loftgæði í New York eru nú meðal þeirra verstu í heiminum vegna skógareldanna í Kanada. AFP
mbl.is