Loftslagsbreytingar

Framkalla rigningu til að draga úr mengun

14.1. Yfirvöld á Taílandi undirbúa nú að nota flugvélar með búnaði til að framkalla rigningu til að draga úr mengun í höfuðborginni Bangkok. Mengunarský hefur legið yfir Bangkok undanfarnar vikur og vonast yfirvöld til að ná að draga úr menguninni með rigningu. Meira »

Hlýnun sjávar 40% meiri en talið var

10.1. Vísindamenn vara nú við því að höf jarðar hlýni hraðar en áður var talið. Í nýrri rannsókn sem birt var í vísindatímaritinu Science í dag kemur fram að höf jarðar hlýni 40% hraðar en loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna taldi fyrir fimm árum. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

16.12. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Hreindýrum fækkað um helming

12.12. Hreindýrin sem lifa á lágvöxnum gróðri geta ekki lengur komist í gegnum ísbrynju sem myndast við breytt veðurskilyrði á heimskautasvæðunum. Fleira kemur til og veldur því að þeim hefur fækkað um helming á aðeins tveimur áratugum. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

10.12. „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Minna rennur um Nílarfljót

9.12. Grösugir grænir akrar grípa augað við Nílarfljót í Egyptalandi. En þessu lykillandbúnaðarsvæði landsins og helstu uppspretta ferskvatns er nú ógnað vegna hlýnandi loftslags. Meira »

Mesta ógn mannkyns í þúsundir ára

3.12. Sjónvarpsmaðurinn heimsþekkti David Attenborough segir loftslagsbreytingar mestu ógn mannkyns í þúsundir ára. Hann segir þær geta leitt til hruns siðmenningar og útrýmingar stórs hluta hins „náttúrulega heims“. Meira »

Tvöfalda fjármögnun til loftslagsmála

3.12. Alþjóðagjaldeyrisbankinn tilkynnti í dag að bankinn ætli að fjárfesta fyrir um 200 milljarða Bandaríkjadala, eða um 24.500 milljarða króna, í margvíslegum verkefnum sem draga eiga úr loftslagsbreytingum. Meira »

Kolanotkun jókst á milli ára

30.11. Kol eru enn helsti orkugjafi til rafmagnsframleiðslu í heiminum. Þau eru einnig sá orkugjafi sem gefur frá sér mest af koltvíoxíði sem veldur loftslagsbreytingum. Meira »

Vara við áhrifum á Bandaríkin

24.11. Verði ekkert að gert til að sporna gegn loftlagsbreytingum þá mun bandarískt efnahagslíf tapa mörg hundruð milljörðum dala auk þess sem lífi og heilsu fólks verður ógnað. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem var unnin fyrir bandarísk yfirvöld. Meira »

Þjóðir heims standi saman

23.11. Forseti Austurríkis, Alexander Van der Bellen, hefur sent frá sér yfirlýsingu um loftslagsmál með stuðningi margra þjóðarleiðtoga í Evrópu, þeirra á meðal forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Meira »

„Tíminn til að bregðast við nánast runninn út“

22.11. Samsöfnun gróðurhúsalofttegunda, sem valda loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi í heiminum, náði nýjum hæðum í fyrra. Fram kemur í skýrslu Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (WMO) að ekki sé útlit fyrir breytingu. Meira »

Hlýnun sjávar verulega vanmetin

1.11. Hlýnun sjávar undanfarin 25 ár er verulega vanmetin, samkvæmt nýrri rannsókn sem gefur til kynna að hún sé 60% meiri en talið hefur verið. Jörðin er því viðkvæmari fyrir útblæstri gróðurhúsalofttegunda en áður hefur verið talið, sem gerir erfiðar um vik að halda hlýnun jarðar innan ásættanlegra marka. Meira »

Rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðina

1.11. Til lengri tíma litið er rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðina, til viðbótar við þann umtalsverða árangur sem hún skilar í samdrætti á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ólíklegt er hins vegar að rafbílavæðing ein og sér dugi til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð fyrir 2030. Meira »

Hálf milljón deyr af völdum loftmengunar

29.10. Um hálf milljón Evrópubúa deyr fyrir aldur fram af völdum loftmengunar, að því er fram kemur í skýrslu evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Þó að hægt sé tekið að draga úr loftmengun í ríkjum Evrópusambandsins er mengunin engu að síður enn sögð vera langt yfir markmiðum. Meira »

Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

16.10. Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

12 ár stuttur tími

11.10. Ekki er þörf fyrir íslensk stjórnvöld að verja 2,5% af vergri þjóðarframleiðslu til baráttunnar gegn gróðurhúsaáhrifum. Þjóðin í heild þarf þó að taka sig á í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, segir formaður loftslagsráðs og fyrrverandi forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Fjármagn úr hernaði í loftslagsmál

10.10. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, ræddi um svarta skýrslu loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem var birt í gær á Alþingi undir dagskrárliðnum störf þingsins. Meira »

„Langt á eftir með að fanga kolefnin“

10.10. Við erum langt á eftir með að fanga kolefni ekki hvað síst það koltvíoxíð sem berst frá stóriðju, segir Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor við HÍ. Hann er svartsýnn á að það takist að draga nægjanlega mikið úr útblæstri koltvíoxíðs svo unnt verði að halda hlýnun jarðar við 1,5°. Meira »

Hafinu stafar hætta af hlýnun jarðar

8.10. Hafið súrnar og afleiðingar þess eru óæskilegar, rétt eins og hlýnun þess og andrúmsloftsins alls á jörðinni. Mannkynið hefur 10-12 ár til þess að bregðast við, breyta lífsháttum sínum og minnka losun, segir breskur sérfræðingur sem hélt erindi í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar í dag. Meira »

„Ekki valkostur að bregðast ekki við“

8.10. „Það er alveg ljóst að við tökum þessa skýrslu mjög alvarlega,“ segir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra um nýja skýrslu loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna. Margar þeirra aðgerða sem IPCC leggi til séu hins vegar þær sömu og íslensk stjórnvöld hafi þegar kynnt í aðgerðaáætlun sinni. Meira »

„Bregðist við núna, fábjánar“

8.10. Þetta er lokaviðvörunin eigi að takast að halda hlýnun jarðar undir 1,5°, segja vísindamenn í nýrri og ítarlegri skýrslu um hættuna sem jörðinni stafar af hlýnun jarðar. Miðað við núverandi þróun stefni hins vegar í 3° hlýnun. Þörf sé á „hröðum, víðtækum og fordæmislausum breytingum.“ Meira »

Ísland geti kennt umheiminum ýmislegt

2.10. „Parísarsamkomulagið er bráðnauðsynlegt skref á leiðinni til sjálfbærari framtíðar. Það gæti hraðað þeim efnahagslegu og samfélagslegu umbreytingum sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi, á opnum fundi um Parísarsamkomulagið sem fram fór í Háskóla Íslands í dag. Meira »

Óttast nýja tegund skógarelda

2.10. Gríðarlegir þurrkar, skordýraplágur og léleg umhirða í skógum hafa orðið til þess að á síðustu árum hafa milljónir trjáa í vesturhluta Bandaríkjanna drepist, þar af um 130 milljónir í Kaliforníu einni saman. Þessi dauðu tré hafa svo orðið eldsmatur í feykilegum gróðureldum síðustu ár. Meira »

Vilja sporna við bráðnun

23.9. Vísindamenn leggja til miklar framkvæmdir neðansjávar við Suðurskautslandið til að varna því að Thwaites-jökull, sem gæti orðið að ísjaka á stærð við Bretland, brotni frá og fljóti út á haf. Losni jakinn og bráðni gæti sjávarborð hækkað um nokkra metra, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar. Meira »

Milda lýsingar vegna loftslagsbreytinga

23.9. Dregið er úr „raunverulegri hættu“ hlýnunar jarðar í lokaútgáfu alþjóðlegrar skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga og segir Guardian það gert til að sefa þær þjóðir sem eiga mikið undir notkun jarðefnaeldsneytis. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

22.9. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum - beint

10.9. mbl.is sýnir beint frá fundi ríkisstjórnarinnar þar sem kynnt verður aðgerðaráætlun í loftslagmálum. Fundurinn fer fram í Austurbæjarskóla og taka 7 ráðherrar stjórnarinnar þátt. Meira »

Stærsta áskorun mannkynsins

9.9. „Við mættum leggja meiri áherslu á að endurheimta votlendi, setja kostnað á mengandi hegðun og styrkja sjálfbærar aðgerðir til að auðvelda fólki að velja umhverfisvænan lífsstíl,“ segir Þorbjörg Sandra Bakke, einn skipuleggjenda Loftslagsgöngunnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Vara við banvænum hitabylgjum

1.8. Vísindamenn vara við því að norðurhluti Kína, sem er eitt þéttbýlasta svæði heims, verði þjakaður af mannskæðum hitabylgjum áður en öldin er úti. Meira »