Loftslagsbreytingar

Vilja sporna við bráðnun

Í gær, 19:12 Vísindamenn leggja til miklar framkvæmdir neðansjávar við Suðurskautslandið til að varna því að Thwaites-jökull, sem gæti orðið að ísjaka á stærð við Bretland, brotni frá og fljóti út á haf. Losni jakinn og bráðni gæti sjávarborð hækkað um nokkra metra, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar. Meira »

Milda lýsingar vegna loftslagsbreytinga

Í gær, 14:57 Dregið er úr „raunverulegri hættu“ hlýnunar jarðar í lokaútgáfu alþjóðlegrar skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga og segir Guardian það gert til að sefa þær þjóðir sem eiga mikið undir notkun jarðefnaeldsneytis. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

22.9. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum - beint

10.9. mbl.is sýnir beint frá fundi ríkisstjórnarinnar þar sem kynnt verður aðgerðaráætlun í loftslagmálum. Fundurinn fer fram í Austurbæjarskóla og taka 7 ráðherrar stjórnarinnar þátt. Meira »

Stærsta áskorun mannkynsins

9.9. „Við mættum leggja meiri áherslu á að endurheimta votlendi, setja kostnað á mengandi hegðun og styrkja sjálfbærar aðgerðir til að auðvelda fólki að velja umhverfisvænan lífsstíl,“ segir Þorbjörg Sandra Bakke, einn skipuleggjenda Loftslagsgöngunnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Vara við banvænum hitabylgjum

1.8. Vísindamenn vara við því að norðurhluti Kína, sem er eitt þéttbýlasta svæði heims, verði þjakaður af mannskæðum hitabylgjum áður en öldin er úti. Meira »

Banvænar hitabylgjur gætu orðið venjan

27.7. Svæsnar hitabylgjur, eins og sú sem knúði áfram hina mannskæðu skógarelda í Grikklandi, munu verða sífellt tíðari á komandi árum og áratugum vegna loftslagsbreytinga, en við þessu vara sérfræðingar. Meira »

Húsin sökkva vegna hlýnunar

21.7. Lagfæra þarf fjölda bygginga á Svalbarða vegna loftslagsbreytinga. Minnkandi sífreri hefur orðið til þess að mörg hús hafa skemmst. Meira »

Vill draga ísjaka til Suður-Afríku

7.7. Áætlunin er jafnbrjálæðisleg og ástandið er orðið þrungið örvæntingu: Að draga ísjaka frá Suðurskautslandinu til Höfðaborgar í Suður-Afríku til að afla fersks vatns fyrir borgarbúa sem hafa þolað langvarandi þurrka og vatnsskort. Meira »

Hitamet fallið víða um heim

5.7. Á síðustu dögum hefur hvert hitametið fallið á fætur öðru á norðurhveli jarðar. Aldrei hefur hitinn mælst hærri á Írlandi, í Skotlandi og Kanada sem og á svæðum í Mið-Austurlöndum. Meira »

Gríðarleg skógareyðing vegna pálmaolíu

25.6. Wilmar International, umfangsmesti söluaðili pálmaolíu í heiminum, stundar enn eyðingu skóga í Indónesíu þrátt fyrir að hafa heitið því fyrir fimm árum að hætta skógarhöggi í regnskógum eyjaklasans. Þetta segja talsmenn Greenpeace sem fylgst hafa með gangi mála. Meira »

Mengandi stóriðja tilheyri sagnfræði

4.5. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hóf ársfund Umhverfisstofnunnar á ávarpi en fundurinn fer fram á Grand hóteli. Yfirskrift fundarins er: Hvernig verður stefna að veruleika? - raunhæfar leiðir til árangurs. Meira »

Litlar líkur á pólskiptum

4.5. Litlar líkur er á pólskiptum í nánustu framtíð samkvæmt rannsókn sem alþjóðlegur hópur vísindamanna undir forystu Maxwells Brown, sérfræðings við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur unnið Meira »

Jöklarnir hopa hratt og örugglega

3.5. Verði hlýnun í samræmi við þær sviðsmyndir sem gera ráð fyrir mestri losun gróðurhúsalofttegunda hverfa allir jöklar á Íslandi á næstu öldum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sem kynnt var í dag. Meira »

Hálf gráða hefði mikil áhrif á ísinn

4.4. Norður-Íshafið verður að mestu íslaust sum ár ef hitinn á jörðinni hækkar um tvær gráður á Celsíus miðað við meðalhitann við upphaf iðnvæðingarinnar, að sögn vísindamanna. Þeir segja að ef hitinn hækkar um 1,5°C minnki líkurnar á hafíslausum árum stórlega. Meira »

Stór hluti jökulsins á floti

20.3. Mun stærri hluti risavaxins jökuls á Suðurskautslandinu er á floti en ekki á föstu bergi eins og áður var talið. Vísindamenn eru áhyggjufullir þar sem jökullinn gæti nú bráðnað hraðar í heitara loftslagi með alvarlegum afleiðingum á hækkun yfirborðs sjávar. Meira »

Loftlagsáhrifin meiri á konur

8.3. Loftlagsbreytingar hafa meiri áhrif á konur en karla að því er fram kemur í rannsóknum. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru 80% þeirra sem eru á vergangi vegna loftlagsbreytinga konur. Meira »

Fundu óvænt faldar mörgæsabyggðir

2.3. Á afskekktum eyjum undan Suðurskautsskaganum hafa fundist blómlegar mörgæsabyggðir sem telja hátt í 1,5 milljónir mörgæsa af tegundinni Adélie, sem farið hefur hratt hnignandi annars staðar á jörðinni. Uppgötvunin hefur komið vísindamönnum mjög á óvart. Meira »

Hungrið sverfur að hvítabjörnunum

4.2. Minnkandi hafís á norðurslóðum virðist valda því að hvítabirnir þurfi að hafa meira fyrir því að afla sér ætis en áður.  Meira »

Varað við „meiri háttar flóðum“

3.2. Björgunaraðilar eru í viðbragðsstöðu í Majuro, höfuðborg Marshall-eyja, í kjölfar viðvarna um flóðahættu. Marshall-eyjar liggja lágt og hafa því orðið mjög fyrir barðinu á hækkandi sjávarstöðu í kjölfar loftslagsbreytinga. Meira »

Síðustu þrjú ár þau allra heitustu

18.1. Síðustu þrjú ár eru þau allra heitustu frá upphafi mælinga, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu frá Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ Sam­einuðu þjóðanna (WMO). Meira »

Stjórnvöld gera of lítið til að takmarka losun

9.1. 66% landsmanna telja íslenska stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Gallup. Meira »

Meirihluti sæskjaldbakanna nú kvenkyns

8.1. Mikill meirihluti sæskjaldbaka af tegundinni Chelonia mydas við ástralska kóralrifið eru í dag kvenkyns. Ástæðan er hækkandi hitastig af völdum loftslagsbreytinga, en það hefur áhrif á kyn skjaldbakanna á útungunartímanum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem birt eru í fagtímaritinu Current Biology. Meira »

117 gráða munur milli staða

8.1. Sydney var heitasti staður á jörðinni í gær. Þar mældist 47,3 stiga hiti. Washington-fjall var kaldasti staður jarðar á laugardag. Þar mældist um 70 stiga frost með vindkælingu. Meira »

Heilsu kóralrifanna hrakar

5.1. Kóralrifum heimsins stafar ógn af endurteknum tímabilum hlýs sjós sem um þau streymir. Við rannsókn á 100 kóralrifum kom í ljós að síðustu áratugi hefur sífellt styttra verið á milli fölnunar þeirra. Er breytingin sögð gífurleg í grein um rannsóknina sem birt er í Science. Meira »

Trump: Þurfum hlýnun jarðar

29.12. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem nú er í jólafríi á Flórída, gaf til kynna í færslu á Twitter í nótt að loftslagsbreytingar væru mýta og benti máli sínu til stuðnings á að kaldara væri nú á austurströnd Bandaríkjanna en nokkru sinni fyrr. Skrifaði Trump að kannski væri hægt að nota eitthvað af þessari hlýnun jarðar til að hita svæðið. Meira »

Hvað varð um soltna ísbjörninn?

16.12. Ekki er hægt án krufningar að staðfesta hvers vegna ísbjörn, sem ljósmyndarar mynduðu á heimskautasvæðum Kanada, var að svelta í hel. Myndir af dauðastríði hans hafa vakið gríðarleg viðbrögð um allan heim. Meira »

Grænland án ísbreiðunnar

14.12. Vísindamenn hafa birt magnað myndskeið af Grænlandi án ísbreiðunnar. Um er að ræða mynd byggða á rannsóknargögnum unnum á löngum tíma sem sýnir stöðu og lögun Grænlands, berggrunn þess og hafið í kring. Meira »

Dyrnar á „ísskápnum“ skildar eftir opnar

13.12. Miklar loftslagsbreytingar og hlýnun samfara þeim sem átt hafa sér stað á norðurslóðum eru komnar til að vera og engin merki eru um slíkt eigi eftir að breytast í bráð. Hið sífrosna landslag eins og við höfum þekkt það tilheyrir nú fortíðinni. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

12.12. Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »