Loftslagsvá

Heitasti júní frá upphafi mælinga

11:45 Hitastig jarðarinnar í júní var að meðaltali 0,93 stigum yfir meðaltali í júní á árunum 1951 til 1980 og mældist hann heitasti júnímánuður frá því mælingar hófust, samkvæmt gögnum frá Bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Meira »

Mun veðrið í Reykjavík minna á Belfast?

10.7. Árið 2050 mun veðurfarið í London minna mest það veðurfar sem við í dag tengjum við Madrid á Spáni. Loftslagið í París mun minna mest á Canberra í Ástralíu, Stokkhólmur á Búdapest og Reykjavík á Belfast. Meira »

Bráðnun suðurskauts að verða óafturkræf

9.7. Bráðnun jökla á suðurskautinu stefnir nú hraðbyri í að verða óafturkræf, jafnvel þótt dragi úr hlýnun jarðar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar NASA, sem bendir til þess að bráðnun Thwaites-jökulsins muni valda hálfs metra hækkun á yfirborði sjávar. Meira »

Tvöfalda landgræðslu og skógrækt

2.7. Íslenska ríkið mun verja 2,1 milljarði á næstu fjórum árum í kolefnisbindingu votlendis og bætta landnýtingu í þágu loftlagsmála. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í Elliðaárdalnum í dag. Meira »

„Verðum að ganga mun lengra“

29.6. Á fundi G20-ríkjanna, 19 stærstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, í Osaka í Japan samþykktu 19 ríki Parísarsamkomulagið að undanskildum Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vildi að gengið væri enn lengra í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Meira »

Nokkrir látnir í hitabylgjunni

28.6. Nokkrir hafa látið lífið í hitabylgjunni sem gengur nú yfir Evrópu. Á Spáni lést 17 ára starfsmaður á sveitabæ sem fékk krampa eftir að hafa unnið úti allan daginn. Þá lést áttræður maður á götu úti í borginni Valladolid á Norður-Spáni. Meira »

Rauð viðvörun í gildi

28.6. Gefin hefur verið út rauð viðvörun í fjórum héruðum Frakklands en óttast er að hitinn geti farið yfir 45 gráður í dag. Það hefur aldrei gerst áður á meginlandi Frakklands en fyrra hitamet er 44,1 gráða sem sett var í Montpellier og Nimes í ágúst 2003. 15 þúsund manns létust í þeirri hitabylgju. Meira »

Áskorun að taka við sæti Bandaríkjanna

27.6. Forsætisráðherra segir það hafa verið heilmikla áskorun fyrir Ísland að taka sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrra eftir óvænt brotthvarf Bandaríkjanna. Að hennar mati hefur Íslandi hins vegar tekist að setja mikilvæg mál á dagskrá, svo sem málefni flóttafólks, jafnréttismál og loftslagsmál. Meira »

Ís og sólarvörn fyrir dýrin

27.6. Víða í Evrópu má sjá fólk reyna að kæla sig í gosbrunnum og í dýragörðum fá dýrin frosinn fisk og mangó-ískökur að éta. Hótelkeðjur bjóða eldri borgara velkomna inn í loftkæld rými hótela til að kæla sig niður án endurgjalds. Allt er gert til að bæta líðan manna og málleysingja í hitabylgjunni. Meira »

Metin falla eitt af öðru

27.6. Hitametin falla eitt af öðru á meginlandi Evrópu en í gær voru sett ný hitamet í júní í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi. Líkur eru á að fleiri met falli í dag og á morgun en fastlega er gert ráð fyrir að hitinn fari yfir 40 gráður í Frakklandi og Sviss í dag. Meira »

70% hafa áhyggjur af hlýnun jarðar

26.6. 70% landsmanna segjast hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Þá hafa 21% áhyggjur í meðallagi, en 11% landsmanna segjast hafa litlar eða mjög litlar áhyggjur. Þetta kemur fram í könnun MMR sem tekin var 23.-29. maí en britist í dag. Meira »

Varar við aðskilnaði vegna loftslagsvár

25.6. Sérfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum varar við mögulegri „loftslagsaðskilnaðarstefnu“ (e. climate apartheid) í nýrri skýrslu og segir að með aukinni loftslagsvá muni þeir ríku geta borgað til að forðast hungur á meðan restin af heimsbyggðinni þjáist. Meira »

„El infierno [helvíti] nálgast”

25.6. Franska ríkisstjórnin greindi frá því í gær að ákveðið hafi verið að fresta samræmdum prófum sem halda átti í vikunni vegna hitabylgjunnar sem er handan við hornið í Frakklandi og víðar í Evrópu. Spænskur veðurfræðingur varar við því að helvíti [El infierno] nálgist. Meira »

Hærri skattar á ritara en milljarðamæring

25.6. Hluti af ríkasta fólki Bandaríkjanna hvetur þá sem sækjast eftir embætti forseta Bandaríkjanna til að leggja til hækkun skatta á ofurríka. Með því verði hægt að draga úr ójöfnuði og berjast gegn loftslagsvánni. Meira »

Talsverð færsla á hafísnum

23.6. Ratsjármynd frá því í morgun, sem aðeins nær yfir austasta hluta hafíssins, sýnir talsverða færslu á ísnum síðastliðinn sólarhring, eða um 15 sjómílur til austurs. Meira »

70 handteknir fyrir utan höfuðstöðvar NYT

22.6. Sjötíu manns voru handteknir í New York á fjöldamótmælum gegn ritstjórnarstefnu fjölmiðilsins The New York Times í dag. Mótmælendur kröfðust þess að fjölmiðillinn byrji að falla um hamfarahlýnun jarðar af þeim alvarleika sem hún kallar á. Meira »

Hrikalegar hitatölur í vændum

22.6. Hrikalegar hitatölur eru farnar að berast frá veðurstofum ríkja í Mið- og Suður-Evrópu fyrir næstu viku. Á Spáni er gul viðvörun í gildi á morgun og breska veðurstofan varar við því að hitabylgjunni geti fylgt ofsaveður. Meira »

Ísbjörn á leiðinni?

22.6. Möguleiki er á að hvítabjörn fylgi hafísbreiðu sem var 25 sjómílur, eða rúma 46 kílómetra, utan við Kögur í gærmorgun og þokast að öllum líkindum nær landi. Meira »

Gómuðu ísbjörn sem hafði villst

20.6. Rússar greindu frá því í dag að vísindamenn hefðu gómað soltinn ísbjörn sem fannst ráfandi um í borginni Norilsk í norðurhluta Rússlands á dögunum. Björninn var mörg hundruð kílómetra frá náttúrulegum heimkynnum sínum. Dýrinu verður komið í dýragarð. Meira »

Ráfandi ísbjörn í rússneskri borg

18.6. Ísbjörn sást ráfandi við verksmiðju í borginni Norilsk í norðurhluta Rússlands, sem er nyrsta borg í heimi, mörg hundruð kílómetra frá náttúrulegum heimkynnum sínum. Meira »

Skógur í miðborg Parísar

14.6. Borgarstjórinn í París hefur undanfarin ár boðað ýmis græn skref í þá átt að gera borgina grænni og meira aðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi íbúa hennar. Nú er stefnt að skógi í miðborginni. Meira »

Mengun banar 100 þúsund börnum

5.6. Sú mikla loftmengun sem hangir yfir indverskum bæjum og borgum verður yfir 100 þúsund börnum undir fimm ára aldri að bana á hverju ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem var birt í morgun. Meira »

Ein aðalleiðanna lokuð

5.6. Í fyrsta sinn í 66 ára sögu vorferða Jöklarannsóknafélags Íslands fannst engin fær leið upp á Vatnajökul um Tungnaárjökul. Orsökin er hop jökulsins, en aurbleyta hefur gert svæðið fyrir framan jökulinn ófært. Meira »

Aðeins kjarnorkustríð er stærri ógn

4.6. Tuttugu dagar af banvænum hita á ári. Horfin vistkerfi. Yfir milljarður manna á vergangi. Þetta eru mögulegar atburðarásir sem gætu torvelt samfélögum um heim allan fyrir árið 2050 ef ekki verður gripið til skjótra og róttækra aðgerða til að ná taumhaldi á hlýnun jarðar. Meira »

Leggur til flatt loftslagsgjald

4.6. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að tími sé kominn til að stjórnvöld leggi á flatt loftslagsgjald, til hliðar við kolefnisgjaldið, til að stemma stigu við loftslagsvandanum. Meira »

Hvattir til að drekka kranavatn

3.6. Ferðamenn eru hvattir til þess að draga úr plastnotkun og drekka kranavatn á ferð sinni um landið í nýrri markaðsherferð undir merkjum Inspired by Iceland í samstarfi við Umhverfisstofnun og hagaðila. Meira »

Megum alls ekki hika

2.6. „Átakið hefst hjá hverju og einu okkar. Hvort sem um er að ræða einstakling, fyrirtæki, stofnun, sveitarfélag borg eða ríki. Öll þurfum við að líta í eigin barm og spyrja okkur hvað við getum lagt af mörkum. Það er skylda okkar allra, hvar sem við erum í heiminum, að helminga losun fyrir árið 2030.“ Meira »

Tekur ár frá skóla fyrir jörðina

1.6. Eftir nokkrar vikur útskrifast sænski aðgerðasinninn og upphafsmaður skólaverkfallanna, Greta Thunberg, úr grunnskóla. Hún ætlar þó ekki að fara beint í framhaldsskóla, heldur ætlar hún að nota næsta árið til að einbeita sér alfarið að baráttunni gegn loftslagsvánni. Meira »

Krónan hættir með plastpoka

1.6. Allar verslanir Krónunnar eru hættar að selja hefðbundna plastburðarpoka í verslunum sínum og í þeirra stað er nú boðið upp á burðarpoka úr sykurreyr. Meira »

Ísland mun leggja sitt af mörkum

27.5. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði Ísland ætla að leggja sitt af mörkum til að mæta loftslagsvandanum á fundi fjármálaráðherra sem var haldinn í Vatíkaninu í dag. Meira »