Skólum lokað vegna gríðarlegrar hitabylgju

Fólk að skýla sér frá miklum hita.
Fólk að skýla sér frá miklum hita. AFP/Arun Sankar

Borgaryfirvöld í Delí, höfuðborg Indlands, hafa fyrirskipað öllum skólum að ljúka námi fyrr og senda nemendur í sumarfrí þar sem hitastigið fór upp í 47,4 gráður í gær.

Veðurstofa Indlands hefur varað við alvarlegri hitabylgju.  

Mikill hiti hefur verið að valda miklum sólsting.
Mikill hiti hefur verið að valda miklum sólsting. AFP/ R.Satish Babu

Borgaryfirvöld í Delí hafa skipað skólayfirvöldum að loka skólum þegar í stað vegna hitans. Þetta er gert að beiðni indverska yfrivalda að því er segir í indverska dagblaðinu Hindustan Times. 

Einnig hafa yfirvöld í öðrum ríkjum landsins fyrirskipað að skólum verði lokað vegna hitabylgjunnar, þar á meðal í Haryana, Madhya Pradesh, Púnjab og Rajasthan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert