Umsáturseinelti staðfest

Umsáturseinelti staðfest

Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir umsáturseinelti gagnvart fyrrverandi vinnufélaga sínum. Var maðurinn fundinn sekur um að hafa endurtekið hótað og sett sig í samband við konuna, gegn vilja hennar, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum vefinn bland.is.

Umsáturseinelti staðfest

Endurtekið áreiti og nálgunarbönn | 18. desember 2023

Maðurinn var dæmdur fyrir að beita konuna umsáturseinelti, en hann …
Maðurinn var dæmdur fyrir að beita konuna umsáturseinelti, en hann hótaði henni ítrekað og setti sig í samband við hana bæði með tölvupóstum og skilaboðum, líka eftir að hafa gert sátt um að hætta að hafa samband við hana. AFP/Jonathan Nackstrand

Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir umsáturseinelti gagnvart fyrrverandi vinnufélaga sínum. Var maðurinn fundinn sekur um að hafa endurtekið hótað og sett sig í samband við konuna, gegn vilja hennar, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum vefinn bland.is.

Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir umsáturseinelti gagnvart fyrrverandi vinnufélaga sínum. Var maðurinn fundinn sekur um að hafa endurtekið hótað og sett sig í samband við konuna, gegn vilja hennar, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum vefinn bland.is.

Áður en til ákæru kom hafði maðurinn gengist undir sáttaleið og lofað að hafa ekki samband við konuna. Þrátt fyrir það lét hann ekki segjast og hélt áfram að hafa samband við konuna og var þá ákveðið að hann skyldi sæta nálgunarbanni og síðar að hann yrði ákærður.

Maðurinn hafði einnig verið ákærður í héraðsdómi fyrir að fylgjast með konunni fyrir utan heimili hennar, en hafði verið sýknaður af þeim hluta ákærunnar og stóð orð á móti orði vegna skorts á rannsókn lögreglunnar. Fór saksóknari ekki fram á að fá þeirri niðurstöðu breytt fyrir Landsrétti.

„Hélt ákærði því margít­rekað fram við [kon­una] að hún [hefði] svikið sig um kyn­líf og að hún ætti því m.a. að hafa vit á að vera ann­ars staðar en hann það sem eft­ir er, að hún væri ómerki­leg, að hún væri lyg­in, að hún væri hepp­in að hann væri bara reiður, að hún ætti eft­ir að sjá eft­ir því alla ævi að hafa svikið hann en einnig reyndi ákærði að fá [kon­una] til að bæta fyr­ir það sem hann hélt fram að væru svik,“ sagði í ákæru málsins.

Ítrekað beðinn um að láta hana í friði

Tekið er fram í dómi héraðsdóms að kon­an hafi greint frá því að hún og karl­maður­inn hefðu hafið vin­skap í kring­um ára­mót­in 2018-2019, sem hefðu þró­ast út í ein­hvers kon­ar daður. Þau hafi átt sam­eig­in­leg­an vin og öll þrjú unnið á sama vinnustað.

„Brotaþoli kvað sér hafa fund­ist þetta óþægi­legt, sér­stak­lega eft­ir að hún hafi kom­ist að því að ákærði ætti konu og börn, og hætt sam­skipt­um við ákærða í apríl 2020. Ári síðar hafi ákærði haft sam­band við hana í gegn­um Bland en einnig áreitt brotaþola með tölvu­póst­um og meðal ann­ars rukkað hana um kyn­líf, sem ákærði taldi brotaþola skulda sér.

Brotaþoli kvaðst ít­rekað hafa beðið ákærða um að láta sig í friði, án ár­ang­urs. Brotaþoli samþykkti að beitt yrði væg­ara úrræði en nálg­un­ar­banni gagn­vart ákærða, svo­kallaðri Sel­foss­leið, en þá skrif­ar meint­ur sak­born­ing­ur und­ir yf­ir­lýs­ingu um að hafa ekk­ert sam­band við brotaþola í allt að 12 mánuði frá und­ir­rit­un,“ segir í dómi héraðsdóms.

Fram kem­ur að maður­inn játaði, þann 30. sept­em­ber í fyrra, að hafa sent kon­unni skila­boðin sem lágu fyr­ir í mál­inu með tölvu­póst­um og í gegn­um Bland, þar sem hann meðal ann­ars rukkaði hana um kyn­líf sem hann taldi hana hafa lofað sér.

„Kvað hann ástæðu skila­boðanna eft­ir ár án sam­skipta vera þá að hann hafi séð brotaþola í versl­un í [...] og snög­greiðst,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

„Ákærði skrifaði und­ir yf­ir­lýs­ingu um að koma ekki á eða vera við heim­ili brotaþola og jafn­framt að veita henni ekki eft­ir­för, heim­sækja eða vera með öðru móti í sam­bandi við hana, svo sem með sím­töl­um, tölvu­pósti eða öðrum hætti í 12 mánuði frá und­ir­rit­un. Ákærði kvaðst aldrei ætla að hafa sam­skipti við brotaþola fram­ar og að hún þyrfti ekki að ótt­ast hann.“

Hélt samt áfram

Því næst kem­ur fram í dóminum að lögmaður kon­unn­ar hafi sent lög­reglu tölvu­póst þann 11. októ­ber í fyrra og greint frá því að maður­inn hefði sent henni tölvu­póst dag­inn áður, þar sem hann hefði boðið henni greiðslu gegn því að hún félli frá kæru. Óskaði lögmaður­inn þá eft­ir nálg­un­ar­banni gagn­vart mann­in­um.

Tek­in var skýrsla af hon­um degi síðar og hon­um birt ákvörðun lög­reglu­stjóra um nálg­un­ar­bann, auk þess sem tölvu­póst­ur­inn var bor­inn und­ir hann. „Hann kvaðst hafa hugsað með sér að þetta gæti nú ekki verið svo slæmt og sent skila­boðin. Ákærði samþykkti ákvörðun lög­reglu­stjóra um nálg­un­ar­bann,“ seg­ir í dóm­in­um.

Kvaðst maður­inn fyr­ir dómi hafa fengið „þá snilld­ar­hug­mynd að senda henni eitt­hvert leiðinda­skeyti“.

Gefið í skyn að eitt­hvað geti hent kon­una

Í niður­stöðukafla héraðsdóms seg­ir að af máls­gögn­um og því sem fram hafi komið við aðalmeðferð máls­ins megi ráða „að ákærði og brotaþoli hafi verið í mikl­um sam­skipt­um á ár­un­um 2019 og 2020 þar sem kyn­líf hafi verið rætt en ekki orðið af því og brotaþoli hafi endað þau sam­skipti“.

Seg­ir enn frem­ur í dóm­in­um:

„Í tvenn­um skila­boðum ákærða er gefið í skyn að eitt­hvað geti hent brotaþola verði hún á vegi ákærða, en upp­lif­un brotaþola var að þau skila­boð hefðu verið einna verst. Er þar um að ræða skila­boð í gegn­um bland.is þann 4. apríl 2021 þar sem seg­ir m.a.: „Er best fyr­ir þig að hafa vit á því að vera ein­hvers staðar allt ann­ars staðar en ég er það sem eft­ir er og ég ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aft­ur.“ Skila­boð ákærða 6. apríl 2021 voru sama marki brennd en þar seg­ir m.a.: „Mundu bara það sem ég sagði þér, ef ég þarf ekki að sjá þig þá færðu frið fyr­ir mér, það stend­ur!“

Nýtt ákvæði í hegn­ing­ar­lög­um

Þegar ákær­an var gef­in út var aðeins ár liðið frá því sú laga­grein tók gildi sem brot manns­ins voru tal­in varða við, þ.e. 232. gr. a. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Í henni seg­ir eft­ir­far­andi:

„Hver sem end­ur­tekið hót­ar, elt­ir, fylg­ist með, set­ur sig í sam­band við eða með öðrum sam­bæri­leg­um hætti sit­ur um ann­an mann og hátt­sem­in er til þess fall­in að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að 4 árum.“

Í dómi héraðsdóms er bent á að ákvæðinu sé ætlað að verja ein­stak­linga gegn því að þurfa að þola end­ur­tekið að ann­ar ein­stak­ling­ur hafi sam­band í óþökk viðtak­anda með sví­v­irðing­um eins og í þessu til­viki.

Í Landsrétti er einnig tekið á þessu og farið yfir að umsáturseinelti eigi við svipað athæfi og þekkist á ensku sem stalking. Bent er á að heiti ákvæðisins þyki nokkuð lýsandi fyrir verknaðinn að „sitja um“ manneskju í óþökk hennar og valda þannig hræðslu og kvíða. Geti „umsátrið“ gengið svo langt að manneskja sem það beinist að upplifi ógn og skelfingu sem skerði lífsgæði hennar.

Þá bendir Landsréttur á að hægt sé að halda uppi ólíkum aðferðum sem seint verði tæmandi taldar þegar komi að umsáturseinelti. Í lögunum séu algengustu aðferðirnar taldar upp, en einnig tekið fram að það geti verið „með sambærilegum hætti“. Það eigi að tryggja að aðferðir sem beitt er heyri einnig undir ákvæðið.

Telur Landsréttur út frá gögnum málsins sannað að maðurinn hafi brotið á konunni þannig að það varði við þetta ákvæði er og hann sem fyrr segir dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða henni 600 þúsund krónur, líkt og í héraði. Þá er honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins.

mbl.is