Endurtekið áreiti og nálgunarbönn

Grunaður um fleiri kynferðisbrot

1.6. Þorsteinn Halldórsson, sem dæmdur var í síðasta mánuði í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og önnur brot í Héraðsdómi Reykjaness, er grunaður um kynferðisbrot í öðru máli sem hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Beðið eftir dómi í kynferðisbrotamáli

9.5. Gæsluvarðhald yfir manninum sem sagður er hafa nauðgað 18 ára dreng í fleiri daga, tekið óviðeigandi myndir af honum og brotið ítrekað gegn nálgunarbanni var framlengt síðasta föstudag til 1. júní næstkomandi. Meira »

Nálgunarbann fyrir ítrekað ofbeldi

7.5. Landsréttur staðfesti fyrir helgi úrskurð héraðsdóms og ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa manni af heimili sínu og láta hann sæta nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni. Kemur fram í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um að hafa beitt konuna langvarandi ofbeldi, líkamlegu og kynferðislegu. Meira »

Nauðgaði og njósnaði um eiginkonuna

2.5. Karlmaður á fertugsaldri var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu sinni, fyrir að hafa brotið ítrekað gegn nálgunarbanni og að hafa komið fyrir GPS staðsetningartæki í bifreið konunnar og þannig fylgst með ferðum hennar. Meira »

Tafir í nauðgunarmáli

24.4. Aðalmeðferðar í máli manns sem ákærður hefur verið fyrir ítrekuð brot gegn tveimur drengjum átti að ljúka í dag. Vegna tafa á aðalmeðferðinni standa vonir nú til að málinu ljúki á fimmtudag. Meira »

Lengra varðhald vegna kynferðisbrota

10.4. Aðalmeðferð í máli manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum drengjum hefst á föstudag. Gæsluvarðhald yfir manninum lýkur á morgun en farið verður fram á að því að verði framlengt um fjórar vikur. Meira »

Aðalmeðferð í næsta mánuði

22.3. Aðalmeðferð í máli karlmannsins, sem er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til sam­ræðis í nokk­ur skipti eft­ir að hafa gefið hon­um mikið magn lyfja í um viku­tíma, hefst föstudaginn 13. apríl fyrir héraðsdómi Reykjaness. Meira »

Áfram í haldi grunaður um ítrekuð brot

16.2. Karlmaður sem grunaður er um að hafa tælt 18 ára dreng til samræðis í nokkur skipti eftir að hafa gefið honum mikið magn lyfja í um vikutíma, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. apríl. Meira »

Grunaður um ítrekuð kynferðisbrot

25.1. Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. febrúar, en hann er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til samræðis í nokkur skipti eftir að hafa gefið honum mikið magn lyfja yfir í um vikutíma. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi vera í varðhaldi. Meira »

Óörugg í kjölfar aðgerðaleysis

3.1. Eva Riley segir það hafa gefið sér ákveðið öryggi er lögreglan lofaði því að handtaka mann sem hefur áreitt hana árum saman myndi hann hafa samband á ný. Við það var ekki staðið. Lögreglan segir það fara eftir eðli áreitis hvort brugðist sé strax við. Meira »

Brýtur nálgunarbann ítrekað án afleiðinga

30.12. „Ég fékk loks nóg og hringdi í lögregluna í dag. Mér var sagt að koma á virkum degi og skila inn gögnum. En ég er búinn að senda lögreglunni skilaboð meðan þetta hefur verið í gangi og ég fæ aldrei svör. Það er engin eftirfylgni.“ Meira »

Braut gegn eiginkonu eftir fæðingu

18.11.2016 Karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ítrekaðra nauðgana, líkamsárása, blygðunarsemisbrota og ærumeiðinga gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður. Braut hann meðal annars gegn henni á sjúkrahúsi stuttu eftir barnsfæðingu. Meira »

Braut nálgunarbann með 1.205 símtölum

29.10.2016 Karlmaður var fyrr í vikunni dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir hótanir og ítrekuð brot á nálgunarbanni gagnvart sambýliskonu sinni. Hótaði hann konunni ofbeldi og lífláti, eftir að konan hafði fengið dæmt nálgunarbann á manninn mætti hann fimm sinnum á heimili konunnar og hringdi 1.205 sinnum í hana. Meira »

Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn mæðgum

12.10.2016 Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart eiginkonu sinni og stjúpdætrum á um sex ára tímabili var í dag dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, en dómshald í málinu var lokað. Meira »

Áfram varðhald vegna ítrekaðra brota

30.8.2016 Karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þangað til dómur fellur í máli hans, en ekki síðar en 22. september. Maðurinn hef­ur ít­rekað brotið nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili stjúp­dætra sinna og móður þeirra, sem jafn­framt er eig­in­kona manns­ins. Meira »

Ákært fyrir nauðgun og nálgunarbannsbrot

11.8.2016 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara vegna nauðgunar og hótunar. Einnig er um að ræða nálgunarbannsbrot. Þetta staðfestir saksóknari í málinu við mbl.is. Meira »

Geta lokað á símtöl úr fangelsum

4.8.2016 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ef einhverjir vilji ekki að hringt sé í þá úr fangelsi sé hægt að óska eftir því að ekki sé hringt í númerið þeirra. Hann segir að fangar eigi almennt séð rétt á því að eiga samskipti við umheiminn. Meira »

Nálgunarbann eftir áralangt áreiti

4.8.2016 Hæstiréttur staðfesti í gær ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því í mars um að karlmanni er gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði þannig að hann megi ekki koma í námunda við heimili barnsmóður sinnar og sonar, en það er svæði sem afmarkast við 50 metra radíus frá heimilinu. Meira »

Braut ítrekað nálgunarbann úr fangelsi

3.8.2016 Karlmaður sem hef­ur ít­rekað brotið nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili stjúp­dætra sinna og móður þeirra, sem jafn­framt er eig­in­kona manns­ins, hélt áfram að brjóta nálgunarbannið með að hafa ítrekað hringt í þær úr fangelsi þar sem hann situr nú í gæsluvarðhaldi. Meira »

Áfram í haldi vegna brota gegn mæðgum

5.7.2016 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur ítrekað brotið nálgunarbann og brottvísun af heimili stjúpdætra sinna og móður þeirra, sem jafnframt er eiginkona mannsins. Þá er hann grunaður ítrekuð kyn­ferðis­brot­ og hót­anir gegn mæðgunum. Meira »

Ítrekuð brot á nálgunarbanni erfið

8.6.2016 Lögregla mætir ekki oft á staðinn vegna brota á nálgunarbanni en slíkt er þó gert þegar þess er óskað, segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fastar í vítahringnum árum saman

8.6.2016 Mál mannsins sem braut ítrekað nálgunarbann og brottvísun af heimili þar sem hann bjó áður með eiginkonu sinni og stjúpdætrum er ekki einsdæmi. Konur lifa í vítahring sem þessum svo árum skiptir, segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um Kvennaathvarf, í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um kynferðisafbrot í áraraðir

7.6.2016 Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni fyrir að hafa brotið nálgunarbann og brottvísun af heimili stjúpdætra sinna og móður þeirra, sem er jafnframt eiginkona mannsins. Maðurinn er grunaður um að hafa í áraraðir brotið gegn mæðgunum með kynferðisbrotum, líkamlegu ofbeldi og hótunum. Meira »

Beitti konuna grófu ofbeldi

23.5.2016 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni vegna grófs andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis í garð barnsmóður sinnar. Honum ber samkvæmt því að halda sig utan 50 metra radíuss frá núverandi verustað hennar, Kvennaathvarfinu í Reykjavík, og lögheimili hennar. Meira »

Bannað að nálgast dætur sínar

11.5.2016 Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til að sæta nálgunarbanni í hálft ár, en mannninum er bannað að koma á eða í námunda við heimili tveggja dætra sinna á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus. Þetta er í fjórða sinn sem maðurinn er úrskuraður í nálgunarbann. Meira »

Áreitti konu sína og stjúpdætur

16.3.2016 Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um nálgunnarbann í máli manns vegna hótana hans og áreitis í garð eiginkonu sinna og stjúpdætra. Manninum var gert að sæta brottvísun og nálgunnarbanni af heimili kvennanna, en mæðgurnar hafa ítrekað óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mannsins. Meira »

Meiri vernd gegn ofbeldi í sambandi

15.3.2016 Ekki er um allt deilt á Alþingi. Samstaða er í allsherjar- og menntamálanefnd, að sögn Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, um breytingar á almennum hegningarlögum. Meira »

Beitti barnsmóður sína ofbeldi

8.3.2016 Hæstiréttur Íslands snéri í dag við dómi Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi karlmann til að sæta nálgunarbanni í fjóra mánuði en hann beitti barnsmóður sína ítrekuðu líkamlegu ofbeldi og áreitti hana. Nálgunarbannið nær bæði til barnsmóður hans og tveggja barna þeirra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi hafði áður ákveðið að maðurinn skyldi sæta 6 mánaða nálgunarbanni. Meira »

Reyndi að brjóta nálgunarbann úr fangelsi

8.2.2016 Karlmaður var á föstudaginn dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, fyrir brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa brotið nálgunarbann sem barnsmóðir hans og fyrrum sambýliskona hans hafði fengið sett á hann. Meira »

Í 14 mánaða fangelsi fyrir hótanir

16.11.2015 Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Erlend Eysteinsson í 14 mánaða fangelsi fyrir ítrekaðar hótanir í garð fyrrum sambýliskonu sinnar, Ásdísar Viðarsdóttur. Áður hefur verið fjallað ítarlega um mál þetta eftir að Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi Ríkisútvarpsins í maí árið 2014. Meira »