15 mánuðir fyrir ítrekuð brot gegn mæðgum

Maðurinn fékk 15 mánaða dóm fyrir ítrekuð brot.
Maðurinn fékk 15 mánaða dóm fyrir ítrekuð brot. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart eiginkonu sinni og stjúpdætrum á um sex ára tímabili var í dag dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, en dómshald í málinu var lokað.

Í samtali við mbl.is strax eftir dómsuppkvaðningu segir hún að svo virðist vera sem maðurinn hafi verið sýknaður af helstu ákæruliðunum, en þeir voru kynferðisbrot og nauðgun.

Frétt mbl.is: Glíma við afleiðingar ofbeldisins

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað eiginkonu sinni í sex ár, hótað henni að hann myndi stunda kynlíf með dætrum hennar og henda þeim út af heimilinu. Þá sendi hann eiginkonunni og stjúpdætrunum ítrekað smáskilaboð þar sem hann viðhafði kynferðislegt og klámfengið orðbragð og hótanir um kynferðisbrot.

Maðurinn hafði áður verið dæmdur í nálgunarbann vegna brota sinna, en hann braut það ítrekað meðal annars með að senda þeim fleiri hundruð smáskilaboð með hót­un­um um lík­ams­meiðing­ar, líf­lát og eign­ar­spjöll. Þá mætti hann einnig í stigagang hússins sem mæðgurnar búa í eftir að nálgunarbannið var sett.

Uppfært kl 13:05: Samkvæmt dómnum sem hefur verið birtur á vef héraðsdóms þarf maðurinn að greiða eiginkonu sinni og dætrum 1,9 milljónir í skaðabætur. Þá þarf hann að greiða þriðjung málsvarnarlauna verjanda síns og þriðjung þóknunar réttargæslumanna brotaþola.

Frétt mbl.is: Fastar í vítahringnum árum saman

Frétt mbl.is: Áfram í haldi vegna brota gegn mæðgum

Frétt mbl.is: Áfram varðhald vegna ítrekaðra brota

Frétt mbl.is: Hélt brotunum áfram úr gæsluvarðhaldi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert