93 tölvupóstar með hótunum og áreiti á 4 mánuðum

Maðurinn var fyrrum sambýlismaður konunnar. Mynd úr safni.
Maðurinn var fyrrum sambýlismaður konunnar. Mynd úr safni. AFP

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn nálgunarbanni, kynferðisbrot og brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni, en málið var þing­fest þann í síðustu viku.

Í ákæru kem­ur fram að maðurinn hafi meðal annars sent konunni 93 tölvupósta á meðan hann sætti nálgunarbanni á rúmlega fjögurra mánaða tímabili. Þá innihéldu níu af umræddum tölvupóstum hótun.

„Úti, dökkblár jeppi

Manninum hafði verið vísað af heimilinu og gert að sæta nálgunarbanni frá 19. apríl til 22. október á síðasta ári. Í nálgunarbanninu fólst að manninum væri ekki heimilað að koma að heimilinu og var honum bannað að veita konunni eftirför, hringja í síma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í samband við hana.

Nálgunarbannið var síðar framlengt frá 1. október á síðasta ári fram til 1.október á þessu ári.

Í einum tölvupóstinum sem maðurinn sendi konunni stóð: „Í hreinskilni sagt þá ertu yfirgengilega heimsk. Heimska tík. Þetta er hlægilegt. Þú ert hlægileg. Fáfræði þín mun verða goðsagnakennd. Ég vona svo innilega að ég kynnist aldrei annarri eins heimsku, guð minn góður. Þetta pirrar mig mjög. Andskotinn hafi þig. Gerðu það sem þú villt. Ég mun líka gera það. Þú skaðar mig og ég mun skaða þig.“

Í öðrum tölvupóst stóð: „Úti, dökkblár jeppi.“ Í öðrum tölvupóstum skrifaði maðurinn oft og mikið að konan væri heimsk og að það yrðu afleiðingar við því sem hún hafði gert.

Sendi konunni kynferðislegar myndir

Þá er maðurinn ákærður fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot fyrir fjóra tölvupóst sem hann sendi konunni. Í einum póstinum voru þrjár kynferðislegar myndir af konunni án hennar samþykkis. 

Þá sendi hann konunni aftur kynferðislegar myndir af henni í formi auglýsingar sem maðurinn hafi búið til án hennar samþykkis í nóvember á síðasta ári. 

Vildi óska að hann hefði drepið hana

Að auki er manninum gefið að sök að hafa í desember á síðasta ári sent henni ógnandi smáskilaboð í síma sem voru til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf hennar og heilbrigði. 

„Í dag færi ég þér gleðifréttir. Ég ætla að svipta mig lífi. Já og það þýðir já. Það verður gert og ég get fullvissað þig um það. Nei, ég býst ekki við því að þér sé ekki sama. Þú ert bastarður og ég vildi óska að ég hefði getað haft tækifærið til að setja byssu að höfðinu þínu og sprengt úr þér helvítis heilann. Ég hafði ekkert nema hatur fyrir þig […] Ég vona að þú deyir hægum dauðdaga,“ sagði í skilaboðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert