Í sjokki yfir „flugeldabrjálæði“ á Álftanesi

TikTok | 5. janúar 2024

Í sjokki yfir „flugeldabrjálæði“ á Álftanesi

Ferðalangurinn Luke Miani varði áramótunum á Íslandi, en hann birti myndskeið frá gamlárskvöldi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli. 

Í sjokki yfir „flugeldabrjálæði“ á Álftanesi

TikTok | 5. janúar 2024

Luke Miani varði áramótunum á Álftanesi.
Luke Miani varði áramótunum á Álftanesi. Samsett mynd

Ferðalangurinn Luke Miani varði áramótunum á Íslandi, en hann birti myndskeið frá gamlárskvöldi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli. 

Ferðalangurinn Luke Miani varði áramótunum á Íslandi, en hann birti myndskeið frá gamlárskvöldi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli. 

„Ég er á Íslandi núna á gamlárskvöld og ég hef lært að þetta fólk er ekkert að grínast þegar kemur að flugeldum. Það var byrjað að skjóta flugeldum um klukkan 23.30 og eins og sjá má eru þeir enn í gangi, en klukkan er tæplega 00.30 núna. Það er kominn klukkutími af þessu og þetta er bara alveg stanslaust,“ sagði hann í myndbandinu. 

Hæstánægður með útsýnið á Álftanesi

Miani útskýrði að hann væri staddur á Álftanesi og að þaðan væri frábært útsýni yfir allt svæðið. „Það er bara hægt að sjá þúsundir og þúsundir fólks skjóta upp flugeldum. Og þetta er bara venjulegt hversdagsfólk, þetta eru ekki einu sinni bæjarfélög eða sveitastjórnir eða slík félög. Allir geta farið út og keypt þessa flugelda.“

Af myndbandinu að dæma virtist Miani hæstánægður með upplifunina þó svo að skyggnið hafi farið versnandi eftir því sem leið á kvöldið. „Þetta er klikkaðasti staðurinn til að vera á á gamlárskvöld. Ég mæli eindregið með því,“ sagði hann að lokum. 

@lukemianiyt #iceland for #newyears is absolutely NUTS! Their fireworks are undefeated #nye #firework ♬ original sound - LukeMianiYT



mbl.is