„Stutta svarið er að ég er ekki sam­mála“

Hvalveiðar | 22. janúar 2024

„Stutta svarið er að ég er ekki sam­mála“

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kveðst mjög hissa yfir viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem segir álit umboðsmanns Alþingis um reglu­gerð henn­ar um hval­veiðar ekki gefa til­efni til sér­stakra viðbragða. Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að fara yfir svarið og meta framhaldið.

„Stutta svarið er að ég er ekki sam­mála“

Hvalveiðar | 22. janúar 2024

Hildur er ósammála niðrustöðu Svandísar.
Hildur er ósammála niðrustöðu Svandísar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kveðst mjög hissa yfir viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem segir álit umboðsmanns Alþingis um reglu­gerð henn­ar um hval­veiðar ekki gefa til­efni til sér­stakra viðbragða. Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að fara yfir svarið og meta framhaldið.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kveðst mjög hissa yfir viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem segir álit umboðsmanns Alþingis um reglu­gerð henn­ar um hval­veiðar ekki gefa til­efni til sér­stakra viðbragða. Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að fara yfir svarið og meta framhaldið.

Svandís birti í morgun færslu á facebook þar sem hún greindi frá því að það væri lögfræðileg niðurstaða matvælaráðuneytisins álit umboðsmanns um reglugerð Svandísar gæfi ekki tilefni til sérstakra viðbragða. 

Eðlilegra að bregðast við af auðmýkt 

„Mér hefði fundist eðlilegra að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt en hún gerir,“ segir Hildur spurð hvað henni finnist um færslu Svandísar. 

Ertu ósammála þessari niðurstöðu um að álit umboðsmanns gefi ekki tilefni til sérstakra viðbragða?

„Stutta svarið er að ég er ekki sammála,“ segir Hildur sem útskýrir að henni finnist túlkun og framsetning á niðurstöðu álitsins hæpin. 

Hefur augljóslega skaðað traust á milli flokka

Breytir þetta einhverju um vantrauststillögu?

„Við í Sjálfstæðisflokknum tökum eitt skref í einu. Undanfarnar vikur höfum við sagt að við bíðum viðbragða ráðherra, nú liggur það fyrir og við munum setjast yfir það,“ segir Hildur en ítrekar að málefni Grindavíkur séu í forgangi í þinginu í dag. 

Hildur segir augljóst öllum að umrætt mál hefur skaðað traust milli þingflokks sjálfstæðisflokksins og viðkomandi ráðherra gríðarlega mikið alveg síðan síðasta sumar. Aðspurð segir hún þessi viðbrögð ráðherrans ekki að hjálpa í þeim efnum. 

mbl.is