Hvalveiðar

Málið gegn Hval fellt niður

19.10. Mál Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) gegn Hval hf. fyrir Félagsdómi var fellt niður að kröfu VLFA sem upphaflega stefndi Hval hf. Málskostnaður féll niður. Þetta kemur fram í úrskurði Félagsdóms frá 8. október. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

18.10. Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

18.10. Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Hvalveiðar valda einstaka núningi

10.9. Hvalveiðar hafa ekki haft teljandi áhrif á hagsmuni Íslands eða samskipti við önnur ríki þó að þær valdi einstaka núningi. Þetta kemur fram í svari ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Þor­gerðar K. Gunn­ars­dótt­ur um mót­mæli gegn hval­veiðum og viðskipta­hags­muni. Meira »

10 þúsund tölvupóstar vegna hvalveiða

7.9. Íslenskum stjórnvöldum bárust rúmlega tíu þúsund tölvupóstar frá einstaklingum vegna ákvörðunar Hvals hf. um að hefja hvalveiðar að nýju 6. júlí. Það er umtalsvert minna en árið 2006 þegar atvinnuhvalveiðar hófust. Meira »

Sérkennilegur hvalur dreginn að landi

24.8. Sérkennilegur hvalur var dreginn að landi í Hvalstöðinni í morgun. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar var á staðnum við mælingar. Hanng tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir á dýrinu. Hvalaverndurnarsamtök segja að einnig hafi verið drepin kelfd langreyðarkú og afkvæmi hennar. Meira »

„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

21.8. Veiðimenn Hvals hf. hafa veitt ellefu kelfdar langreyðarkýr í sumar. Þetta staðfestir Kristján Loftsson, forstjóri fyrirtækisins, sem segir það hljóta að vera góðar fréttir að kelfdar kýr veiðist. Hvalasérfræðingur segir það ómögulegt að vita hvort langreyðarkýr er kelfd áður en hún er veidd. Meira »

Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

20.8. Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag. Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

19.8. Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

„Það er ekkert rangt við þetta“

10.8. „Ef það er sjálfbært, þá veiðir maður,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., í viðtali við New York Times. Þar ver Kristján umdeildar hvalveiðar fyrirtækisins. Meira »

Leggja fram kæru á hendur Hval hf.

9.8. „Það kom í ljós að Hvalur hf. hafði skotið blendingshval. Í framhaldi af því litu menn að því hvort hægt væri að fella slíka hvali undir veiðileyfi Hvals hf. Niðurstaðan var sú að það væri bara heimilt að veiða langreyðar og ekkert annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Jarðarvina. Jarðvinir lögðu í gær fram kæru á hendur Hval hf. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

20.7. „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Blendingurinn fer ekki úr landi

20.7. „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Spurningamerki hafa verið sett við hvort heimilt sé að flytja kjöt blendingi langreyðar og steypireyðar úr landi vegna aðildar Íslands að CITES-samningnum. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

19.7. Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

17.7. Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Meira »

Segir ómögulegt að ruglast á tegundunum

12.7. „Að ruglast á steypireyði og langreyði er ómögulegt,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. í samtali við BBC um hvalinn sem landað var í Hvalfirði aðfaranótt sunnudags. Meira »

Telur hvalinn vera steypireyði

12.7. Adam A. Peck, líffræðiprófessor við Háskólann á Hawaii, segist í samtali við CNN telja að hvalurinn sem veiðimenn Hvals hf. veiddu aðfaranótt sunnudags sé steypireyður en ekki blendingshvalur. Meira »

Segja fágætan hval hafa verið veiddan

11.7. Dýraverndunarsamtökin Hard To Port birtu mynd á Facebook-síðu samtakanna þar sem er velt upp þeirri spurningu hvort hvalveiðibátur á vegum Hvals hf. hafi veitt sjaldgæfan blendingshval, afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Mynd af löndun hvalsins í Hvalfirði um helgina er birt með færslunni. Meira »

„Þú býður ekki þessu fólki í heimsókn“

24.6. Andstæðingar hvalveiða mótmæla langreyðaveiðum Hvals hf., sem hófust á ný fyrir helgi. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins ræddi veiðarnar og gagnrýni á þær við mbl.is og segir m.a. fráleitt að hvalveiðar við Íslandsstrendur hafi áhrif neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Meira »

Hafa ekki áhyggjur af ímyndinni

23.6. Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir grindhvalaveiðar þjóðarinnar umhverfisvænar og gerðar með virðingu fyrir dýrunum. Meira »

Regnbogalituð borg og hinsegin bjór

9.7.2016 „Hátíðin hefur verið að vaxa og dafna gríðarlega vel síðustu ár og ég held að það sé ekkert sem bendi til þess að hún verði neitt minni eða síðri í ár,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær samhliða því að hátíðarrit ársins kom út. Meira »

Hrefnuvertíðin byrjar af krafti

3.6.2016 Búið er að veiða 11 hrefnur og segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna, að vertíðin hafi byrjað af óvenju miklum krafti í ár. Tveir bátar stunda hrefnuveiðar í Faxaflóa og er Hrafnreyður KÓ kominn með sjö dýr og Rokkarinn KE, áður Hafsteinn SK, með fjögur. Dýrin eru unnin í vinnslu Hrefnuveiðimanna í Hafnarfirði. Meira »

1800 tonn af hvalkjöti frá Íslandi

1.9.2015 Flutningaskiptið Winter Bay er komið til Osaka í Japan með 1.816 tonn af íslensku hvalkjöti. Siglt var um Norður-Íshaf, svo norður fyrir Rússland,svokallaða norðausturleið. Meira »

Fella niður ákærur gegn Sea Sheperd-liðum

21.8.2015 Saksóknarar í Færeyjum ætla að láta ákærur falla niður gegn tveimur liðsmönnum náttúruverndarsamtakanna Sea Sheperd sem trufluðu grindarhvaladráp heimamanna fyrr í sumar. Þá verða ungir menn sem samtökin kærðu ekki heldur sóttir til saka. Meira »

Sáu bara dauða hvali

21.8.2015 Ferðamenn sem fóru í hvalaskoðun í nágrenni Reykjavíkur nýlega höfðu ekki séð tangur né tetur af risum hafsins þegar Hvalur 8 sigldi framhjá með dauðan hval í eftirdragi. Meira »

Hvala­vernd­un­ar­sinn­ar fundnir sekir

15.8.2015 Fimm aðgerðasinnum á vegum hvalaverndunarsamtakanna Sea Shepherd hefur verið skipað að yfirgefa Færeyjar eftir að þeir reyndu að trufla hefðbundnar hvalveiðar eyjarskeggja, að sögn færeysku lögreglunnar. Meira »

Winter Bay lagt af stað til Japans

2.8.2015 Flutningaskipið Winter Bay sem hlaðið er um 1.700 tonnum af frosnu hvalkjöti frá Íslandi er lagt af stað frá Tromsö Noregi, en skipið hélt af stað á föstudaginn. Leiðinni er heitið norður fyrir Rússland, svokallaða norðausturleið, en hafís getur tálmað för skipa sem reyna að fara þessa leið. Meira »

Hóta eyríki vegna hvalveiða Íslands

26.6.2015 Dýraverndarsamtökin Avaaz hafa hafið undirskriftasöfnun á netinu í því skyni að þrýsta á stjórnvöld í eyríkinu St. Kitts og Nevis að afturkalla skráningu flutningskips sem til stendur að sigli norður fyrir Rússland með íslenskt hvalkjöt á markað í Japan. Meira »

Beiti Ísland refsiaðgerðum

23.6.2015 Fulltrúar á þriðja tug bandarískra dýraverndarsamtaka hafa ritað bréf til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, og ítrekað fyrri ósk samtakanna um að Ísland verði beitt refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Meira »

Eitruðu hrefnukjöti fargað

11.3.2015 Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa fargað hrefnukjöti sem flutt var til landsins frá Noregi eftir að í ljós kom að tvöfalt meira magn af meindýraeitri var að finna í kjötinu en heimilt er. Meira »