Hvalveiðar

Heimilar áframhaldandi hvalveiðar

Í gær, 18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Meira »

Ekki tekið ákvörðun um áframhaldandi veiðar

22.1. „Ætlar ríkisstjórnin á ný að gefa út ný veiðileyfi og kvóta til veiða á langreyðum í lögsögu Íslands?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag og beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Meira »

„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

22.1. Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meira »

Mikil óvissa um afrán hvala

21.1. Ekki er hægt að fullyrða að verulega þurfi að auka veiðar á hvölum til að þær hafi áhrif á afrakstur annarra nytjastofna sjávar til lengri tíma litið. Meira »

Vilja hvalaskýrslu dregna til baka

21.1. Stjórn Landverndar skorar á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að draga til baka skýrslu sína um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða sem unn­in var fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið. Telur Landvernd rétt að vinna skýrsluna upp á nýtt í samráði við vistfræðinga. Meira »

„Illa rökstudd áróðursskýrsla“

19.1. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland illa rökstudda áróðursskýrslu fyrir áframhaldandi veiðum og að í skýrslunni sé lítið gert úr mikilvægi á nýtingu á hval með hvalaskoðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Meira »

Skoða þurfi skýrsluna í ljósi gagnrýni

18.1. Skoða þarf betur ályktanir í skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða, sérstaklega í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á skýrsluna. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Leggst yfir hvalaskýrslu HÍ

18.1. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra ætlar að kynna sér vel skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar áður en lagt verður mat á hvort breytingar verði gerðar á hvalveiðum Íslendinga. Hann hefur ekki fundið fyrir þrýstingi frá útgerðum um að hefja veiðar á ný. Meira »

Hafa ekki haft neikvæð efnahagsáhrif

16.1. Fullyrðingar um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt efnahagslíf eiga ekki við rök að styðjast samkvæmt niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið og kynnt í dag. Rétt sé að skoða það að skilgreina fleiri hvalastofna sem nytjastofna leyfi staða þeirra það. Meira »

Hvalveiðiskýrslan birt á næstu dögum

4.1. Skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir, og átti að birta í október, mun verða birt á næstu dögum. Þetta staðfestir Oddgeir Ottesen hjá Hagfræðistofnun í samtali við mbl.is. Hann vill þó ekki gefa neitt út um ákveðnar dagsetningar. Meira »

Tekur upp hanskann fyrir hvalveiðar

3.1. „Margir hvalastofnar eru ekki lengur í hættu. Steypireyður er enn sorglega fáséð en bati til að mynda hrefnu-, langreyðar- og hnúfubaksstofna er ein af þeim fréttum sem of lítið hefur verið fjallað um undanfarna tvo áratugi,“ segir Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu. Meira »

Japanir segja sig úr hvalveiðiráðinu

26.12. Japanir ætla að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) á næsta ári og hefja hvalveiðar að nýju. Úrsögnin tekur gildi 30. júní 2019 og gera japönsk stjórnvöld ráð fyrir að hefja strax næsta dag atvinnuveiðar í japanskri lögsögu. Meira »

Vilja hefja hvalveiðar í gróðaskyni

20.12. Japönsk stjórnvöld íhuga nú að draga sig út úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Herma heimildir að þar í landi sé stefnt að því að hefja að nýju hvalveiðar í gróðaskyni á næsta ári. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan, en viðbúið er að þessi ákvörðun Japana muni mæta gagnrýni víða um heim. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

11.12. Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Málið gegn Hval fellt niður

19.10. Mál Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) gegn Hval hf. fyrir Félagsdómi var fellt niður að kröfu VLFA sem upphaflega stefndi Hval hf. Málskostnaður féll niður. Þetta kemur fram í úrskurði Félagsdóms frá 8. október. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

18.10. Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

18.10. Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Hvalveiðar valda einstaka núningi

10.9. Hvalveiðar hafa ekki haft teljandi áhrif á hagsmuni Íslands eða samskipti við önnur ríki þó að þær valdi einstaka núningi. Þetta kemur fram í svari ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Þor­gerðar K. Gunn­ars­dótt­ur um mót­mæli gegn hval­veiðum og viðskipta­hags­muni. Meira »

10 þúsund tölvupóstar vegna hvalveiða

7.9. Íslenskum stjórnvöldum bárust rúmlega tíu þúsund tölvupóstar frá einstaklingum vegna ákvörðunar Hvals hf. um að hefja hvalveiðar að nýju 6. júlí. Það er umtalsvert minna en árið 2006 þegar atvinnuhvalveiðar hófust. Meira »

Sérkennilegur hvalur dreginn að landi

24.8. Sérkennilegur hvalur var dreginn að landi í Hvalstöðinni í morgun. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar var á staðnum við mælingar. Hanng tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir á dýrinu. Hvalaverndurnarsamtök segja að einnig hafi verið drepin kelfd langreyðarkú og afkvæmi hennar. Meira »

„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

21.8. Veiðimenn Hvals hf. hafa veitt ellefu kelfdar langreyðarkýr í sumar. Þetta staðfestir Kristján Loftsson, forstjóri fyrirtækisins, sem segir það hljóta að vera góðar fréttir að kelfdar kýr veiðist. Hvalasérfræðingur segir það ómögulegt að vita hvort langreyðarkýr er kelfd áður en hún er veidd. Meira »

Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

20.8. Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag. Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

19.8. Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

„Það er ekkert rangt við þetta“

10.8. „Ef það er sjálfbært, þá veiðir maður,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., í viðtali við New York Times. Þar ver Kristján umdeildar hvalveiðar fyrirtækisins. Meira »

Leggja fram kæru á hendur Hval hf.

9.8. „Það kom í ljós að Hvalur hf. hafði skotið blendingshval. Í framhaldi af því litu menn að því hvort hægt væri að fella slíka hvali undir veiðileyfi Hvals hf. Niðurstaðan var sú að það væri bara heimilt að veiða langreyðar og ekkert annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Jarðarvina. Jarðvinir lögðu í gær fram kæru á hendur Hval hf. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

20.7. „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Blendingurinn fer ekki úr landi

20.7. „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Spurningamerki hafa verið sett við hvort heimilt sé að flytja kjöt blendingi langreyðar og steypireyðar úr landi vegna aðildar Íslands að CITES-samningnum. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

19.7. Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

17.7. Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Meira »

Segir ómögulegt að ruglast á tegundunum

12.7. „Að ruglast á steypireyði og langreyði er ómögulegt,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. í samtali við BBC um hvalinn sem landað var í Hvalfirði aðfaranótt sunnudags. Meira »