Þorrablóti Gróttu aflýst vegna mikils kostnaðar

Hverjir voru hvar | 22. janúar 2024

Þorrablóti Gróttu aflýst vegna mikils kostnaðar

Eitt vinsælasta þorrablótið á höfuðborgarsvæðinu, þorrablót Seltjarnarness, hefur laðað til sín Nesbúa og nærsveitunga síðustu árin. Ekkert hefur verið til sparað til þess að gera þorrablótið sem glæsilegast og hafa allar helstu stjörnur bæjarfélagsins látið sjá sig. 

Þorrablóti Gróttu aflýst vegna mikils kostnaðar

Hverjir voru hvar | 22. janúar 2024

Það var mikið stuð á þorrablótinu í fyrra.
Það var mikið stuð á þorrablótinu í fyrra.

Eitt vinsælasta þorrablótið á höfuðborgarsvæðinu, þorrablót Seltjarnarness, hefur laðað til sín Nesbúa og nærsveitunga síðustu árin. Ekkert hefur verið til sparað til þess að gera þorrablótið sem glæsilegast og hafa allar helstu stjörnur bæjarfélagsins látið sjá sig. 

Eitt vinsælasta þorrablótið á höfuðborgarsvæðinu, þorrablót Seltjarnarness, hefur laðað til sín Nesbúa og nærsveitunga síðustu árin. Ekkert hefur verið til sparað til þess að gera þorrablótið sem glæsilegast og hafa allar helstu stjörnur bæjarfélagsins látið sjá sig. 

Nú er hinsvegar búið að aflýsa þorrablótinu vegna lélegrar þátttöku.

„Ákveðið hefur verið að fella niður fyrirhugað þorrablót þann 27. janúar næstkomandi. Kostnaður við að halda þorrablót í íþróttahúsinu hefur aukist verulega á milli ára og er fyrirséð að nægileg þátttaka sé ekki til staðar svo blótið geti staðið undir sér,“ segir á Facebook-síðu fimleikadeildar Gróttu.

Fólk sem var búið að velja sér þema fyrir kvöldið og fjárfesta í glæsibúnaði verður því að skarta sínu fegurasta á öðrum stöðum en í íþróttahúsi Seltjarnarness næsta laugardag. 

mbl.is