Halldóra og Sigurjón ástfangin á frumsýningu

Hverjir voru hvar | 25. janúar 2024

Halldóra og Sigurjón ástfangin á frumsýningu

Leikstjórinn og leikarinn, Sig­ur­jón Kjart­ans­son, frumsýndi kvikmynd sína, Fullt hús, í Laugarásbíói í gærkvöldi. Eiginkona hans, Hall­dóra Guðbjörg Jóns­dótt­ir, var að sjálfsögðu með í för og sást það langar leiðir hvað þau voru ástfangin. 

Halldóra og Sigurjón ástfangin á frumsýningu

Hverjir voru hvar | 25. janúar 2024

Leikstjórinn og leikarinn, Sig­ur­jón Kjart­ans­son, frumsýndi kvikmynd sína, Fullt hús, í Laugarásbíói í gærkvöldi. Eiginkona hans, Hall­dóra Guðbjörg Jóns­dótt­ir, var að sjálfsögðu með í för og sást það langar leiðir hvað þau voru ástfangin. 

Leikstjórinn og leikarinn, Sig­ur­jón Kjart­ans­son, frumsýndi kvikmynd sína, Fullt hús, í Laugarásbíói í gærkvöldi. Eiginkona hans, Hall­dóra Guðbjörg Jóns­dótt­ir, var að sjálfsögðu með í för og sást það langar leiðir hvað þau voru ástfangin. 

Um er að ræða grínmynd og skrifaði Sigurjón handrit myndarinnar ásamt því að leikstýra henni. Myndin er framleidd af Markelsbræðrum sem framleiddu Síðustu veiðiferðina og fleiri fyndnar íslenskar kvikmyndir. 

„Í mynd­inni er fylgst með heim­komu heimsþekkts selló­leik­ara sem kem­ur heim eft­ir tutt­ugu ára sig­ur­göngu er­lend­is og það fer strax að syrta í ál­inn. Hann er ekki all­ur þar sem hann er séður og eitt leiðir af öðru,“ sagði Sigurjón í viðtali við Ásdísi Ásgeirsdóttur á Sunnudagsmogganum. Hilmir Snær Guðnason fer með aðalhlutverkið í myndinni en mætti ekki á frumsýninguna. 

mbl.is