Birta Líf ásakar þekktan einstakling um netstríðni

TikTok | 2. febrúar 2024

Birta Líf ásakar þekktan einstakling um netstríðni

Birta Líf Ólafsdóttir, markaðsfræðingur og hlaðvarpsstjarna, birti myndband af sér á netinu, samfélagsmiðlinum TikTok, í gærdag þar sem að hún ásakaði ákveðinn aðila um netstríðni. Birta Líf er mörgum Íslendingum kunn sem áhrifavaldur og annar stjórnenda hlaðvarpsins Teboðsins, en hún og Sunneva Eir Einarsdóttir ræða um málefni líðandi stundar með góðum gestum. 

Birta Líf ásakar þekktan einstakling um netstríðni

TikTok | 2. febrúar 2024

Birta Líf er mjög vinssæl á öllum helstu samfélagsmiðlum.
Birta Líf er mjög vinssæl á öllum helstu samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Birta Líf Ólafsdóttir, markaðsfræðingur og hlaðvarpsstjarna, birti myndband af sér á netinu, samfélagsmiðlinum TikTok, í gærdag þar sem að hún ásakaði ákveðinn aðila um netstríðni. Birta Líf er mörgum Íslendingum kunn sem áhrifavaldur og annar stjórnenda hlaðvarpsins Teboðsins, en hún og Sunneva Eir Einarsdóttir ræða um málefni líðandi stundar með góðum gestum. 

Birta Líf Ólafsdóttir, markaðsfræðingur og hlaðvarpsstjarna, birti myndband af sér á netinu, samfélagsmiðlinum TikTok, í gærdag þar sem að hún ásakaði ákveðinn aðila um netstríðni. Birta Líf er mörgum Íslendingum kunn sem áhrifavaldur og annar stjórnenda hlaðvarpsins Teboðsins, en hún og Sunneva Eir Einarsdóttir ræða um málefni líðandi stundar með góðum gestum. 

Birta Líf byrjar á því að segja að það sé erfitt að opinbera þetta en nauðsynlegt til að útkljá svona mál. „Ef ég get ekki stoppað þetta með því að tala við einstaklinginn þá bara verð ég að taka þetta hingað,“ segir Birta Líf og með því meinar hún TikTok-samfélagið. 

„Sko þannig er mál með vexti að ég hef verið að lenda í stríðni hér á TikTok og ef ég næ ekki að stoppa það þá er einfaldlega best að segja þetta hér og sýna manneskjunni að mér er alvara,“ segir hún. „Ef það er verið að stríða þér, þá bara „keep up the good work“. 

Hún heldur áfram og segir viðkomandi hafa gert mikið grín að hlaðvarpsþætti sínum og segir hann svífast einskis. Hún nafngreinir ekki stríðnispúkann en birtir skjáskot af myndböndum hans og þar sést hver stríðnispúkinn er, en það er enginn annar en Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, einn af hæfileikaríkustu leikurum landsins. 

Þá kom í ljós að um góðlegt grín á milli systkina var að ræða, en Aron Már og Birta Líf eru bæði Ólafsbörn og vinsæl á samfélagsmiðlum. Birta Líf segir í lokin: „Ef þið eigið stríðinn bróður eða systkini þá megið þið leita til mín,“ og er því greinilegt að þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stóri bróðir stríðir litlu systur. 

@birtalifolafs

sendi öllum þeim í sömu stöðu stuðning og styrk 🤍❤️

♬ original sound - Birta Líf
@aronmolaofficial

Ekki mitt besta verk en það gerir það sem það þarf að gera

♬ original sound - Teboðið
mbl.is