Ekkja Bob Saget fann ástina í örmum leikara

Poppkúltúr | 6. febrúar 2024

Ekkja Bob Saget fann ástina í örmum leikara

Ekkja leikarans Bob Saget hefur fundið ástina á ný, tveimur árum eftir að leikarinn fannst látinn á hótelherbergi í Flórída. Kelly Rizzo, sem var seinni eiginkona Saget, mætti ásamt nýjum kærasta sínum, leikaranum Breckin Meyer, sem margir þekkja úr unglingamyndinni Clueless, í Grammy-partí í Hollywood. Parið stillti sér upp á rauða dreglinum og opinberaði ást sína.

Ekkja Bob Saget fann ástina í örmum leikara

Poppkúltúr | 6. febrúar 2024

Ekkja Saget heimsótti Ísland ásamt vinkonum sínum einhverjum mánuðum eftir …
Ekkja Saget heimsótti Ísland ásamt vinkonum sínum einhverjum mánuðum eftir fráfall leikarans. Samsett mynd

Ekkja leikarans Bob Saget hefur fundið ástina á ný, tveimur árum eftir að leikarinn fannst látinn á hótelherbergi í Flórída. Kelly Rizzo, sem var seinni eiginkona Saget, mætti ásamt nýjum kærasta sínum, leikaranum Breckin Meyer, sem margir þekkja úr unglingamyndinni Clueless, í Grammy-partí í Hollywood. Parið stillti sér upp á rauða dreglinum og opinberaði ást sína.

Ekkja leikarans Bob Saget hefur fundið ástina á ný, tveimur árum eftir að leikarinn fannst látinn á hótelherbergi í Flórída. Kelly Rizzo, sem var seinni eiginkona Saget, mætti ásamt nýjum kærasta sínum, leikaranum Breckin Meyer, sem margir þekkja úr unglingamyndinni Clueless, í Grammy-partí í Hollywood. Parið stillti sér upp á rauða dreglinum og opinberaði ást sína.

Saget, sem þekktastur var fyrir leik sinn í grínþáttunum Full House, og Rizzo giftu sig árið 2018. Leikarinn var bráðkvaddur, aðeins 65 ára að aldri, í ársbyrjun 2022. Hann lést af völdum höfuðáverka af slysförum, en í ljós kom að hann skellti hnakkanum utan í eitthvað og fór að sofa.

Rizzo ræddi við fjölmiðla á rauða dreglinum á sunnudag og sagði að hún teldi Saget sáttan með sambandið. Hjónin voru barnlaus en Saget átti þrjár uppkomnar dætur með fyrri eiginkonu sinni og eru þær víst allar mjög ánægðar með þessa nýfundnu ást Rizzo og Meyer.

Meyer var kvæntur handritshöfundinum Deboruh Kaplan frá 2001 til 2014 og á með henni tvær dætur.

mbl.is