Stílisti gefur ráð fyrir klassískan stíl

Fatastíllinn | 8. febrúar 2024

Stílisti gefur ráð fyrir klassískan stíl

Mary Portas hefur getið sér gott nafn innan breska tískugeirans. Í pistli sínum í Sunday Times fer hún yfir það hvernig maður byggir upp klassískan fatastíl sem stenst tímans tönn.

Stílisti gefur ráð fyrir klassískan stíl

Fatastíllinn | 8. febrúar 2024

Mary Portas mælir með klassískum drögtum í fataskápinn.
Mary Portas mælir með klassískum drögtum í fataskápinn. Skjáskot/Instagram

Mary Portas hefur getið sér gott nafn innan breska tískugeirans. Í pistli sínum í Sunday Times fer hún yfir það hvernig maður byggir upp klassískan fatastíl sem stenst tímans tönn.

Mary Portas hefur getið sér gott nafn innan breska tískugeirans. Í pistli sínum í Sunday Times fer hún yfir það hvernig maður byggir upp klassískan fatastíl sem stenst tímans tönn.

„Fólk sér mig sem tískuséní vegna starfs míns en sannleikurinn er sá að tíska er bara einn þáttur af starfi mínu. Vissulega mjög mikilvægur þáttur. Ég byrjaði ferilinn hjá Harrods og Top Shop en lærði ekki um hátísku fyrr en ég varð listrænn stjórnandi hjá Harvey Nichols. Þar lærði ég að meta alla þá sérfræðikunnáttu tískumerkin byggðu á og hversu mikilvæg góð snið væru,“ segir Portas.

„Ég lærði líka af öðrum konum í tískugeiranum. Innkaupastjórinn hjá Harvey Nichols sagði mér að allir þyrftu að eiga eina góða hvíta skyrtu. Ég er enn á höttunum eftir hinni fullkomnu skyrtu og ég verð að viðurkenna...ég á fleiri en eina.“

„Ég á samt ekki eins mikið af fötum og fólk heldur. En það er alltaf eitthvað sem er nauðsynlegt að eiga eins og til dæmis velsniðin buxnadragt, prjónaföt og sígildir fylgihlutir. Ég kaupi hluti sem endast og para þá saman á mismunandi máta.“

„Stíllinn minn hefur þróast í gegnum tíðina. Ég vil heldur víð föt og óformlegri. Hér áður fyrr lagði ég mikla áherslu á að vera alltaf í einhverju nýju en nú er mér alveg sama þó ég sjáist í sömu dragtinni aftur og aftur.“

„Málið er að það að keppast við eitthvað nýtt er ekki lengur nútímalegt. Þegar við hugsum um loftlagsmál og neysluhyggju þá verður maður að breyta hugsunarhætti sínum og aðlagast. Tískan er þar engin undantekning.“

Bestu kaupin:

„Ég var 28 ára þegar útgefandi Vogue sagði mér að kaupa mér Yves Saint Laurent smóking jakka. Hún reyndist hafa rétt fyrir sér. Ég eyddi nánast aleigunni til að kaupa hann og það leið næstum yfir mig þegar ég greiddi fyrir hann (samt fékk ég afslátt) en ég er enn að nota hann í dag. Algjör gæða flík sem fer ekki úr tísku.“

Listin að breyta og bæta

„Líkt og aðrir þá á ég nokkrar flíkur sem fá ekki mikla notkun. Ég er almennt mjög dugleg að gefa flíkur sem ég nota ekki lengur en áður en ég geri það þá athuga ég fyrst hvort ég geti ekki breytt eða bætt flíkina að einhverju leyti. Ég átti til dæmis silki samfesting frá Donnu Karan sem ég var ekki búin að vera í lengi. Mig langaði að geta notað hann meira hversdags þannig að ég ákvað að fara í gróf stígvél við, vesti yfir og svo slæðu. Þannig náði ég að breyta dressinu.“

Portas hefur unnið með alls kyns tískumerkjum.
Portas hefur unnið með alls kyns tískumerkjum. Skjáskot/Instagram
Portas leggur áherslu á þægilegan og afslappaðan fatastíl.
Portas leggur áherslu á þægilegan og afslappaðan fatastíl. Skjáskot/Instagram
mbl.is