Íslenskar stjörnur sem eiga tvíbura

Frægar fjölskyldur | 10. febrúar 2024

Íslenskar stjörnur sem eiga tvíbura

Tvíburar vekja oft forvitni fólks enda deila þeir margir hverjir einstöku sambandi sín á milli. Fjölskylduvefur mbl.is tók saman lista yfir fræga Íslendinga sem eru tvíburar.

Íslenskar stjörnur sem eiga tvíbura

Frægar fjölskyldur | 10. febrúar 2024

Á listanum eru íslenskar stjörnur sem eru tvíburar.
Á listanum eru íslenskar stjörnur sem eru tvíburar. Samsett mynd

Tvíburar vekja oft forvitni fólks enda deila þeir margir hverjir einstöku sambandi sín á milli. Fjölskylduvefur mbl.is tók saman lista yfir fræga Íslendinga sem eru tvíburar.

Tvíburar vekja oft forvitni fólks enda deila þeir margir hverjir einstöku sambandi sín á milli. Fjölskylduvefur mbl.is tók saman lista yfir fræga Íslendinga sem eru tvíburar.

Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur

Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur eru eineggja tvíburar fæddar árið 1999. Þær ólust upp í kringum tónlist og hafa alla tíð verið nánar, en í dag vinna þær saman. Nýverið hlaut Laufey sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir plötuna Bewitched, en í sigurræði sinni þakkaði hún systur sinni Júníu sérstaklega fyrir. 

„Stærstu þakk­irn­ar fær tví­bura­syst­ir mín, Jún­ía, sem er minn helsti stuðning­ur og hef­ur hjálpað mér í gegn­um þenn­an ótrú­lega spenn­andi tíma í lífi mínu. Takk kær­lega fyr­ir,“ sagði Lauf­ey.

View this post on Instagram

A post shared by Junia (@junialin)

Gunn­ar Skírn­ir og Sæmund­ur Brynj­ólfs­syn­ir

Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir eru eingeggja tvíburar fæddir árið 2001. Þeir hafa meðal annars vakið athygli í Æði-þáttunum á Stöð 2 og segjast alltaf hafa verið bestu vinir. 

„Sam­bandið okk­ar er mjög sterkt og höf­um við alltaf verið bestu vin­ir frá því þegar ég man eft­ir mér, eða okk­ur. Við höf­um alltaf átt sömu vini og verið í sama vina­hóp, en það kom tíma­bil í byrj­un fram­halds­skóla þar sem ég vildi eign­ast mína eig­in vini, en það gekk ekk­ert svaka vel og við söknuðum hvor ann­ars mikið,“ sagði Gunnar í viðtali við Morgunblaðið.

Tvíburarnir Gunn­ar Skírn­ir og Sæmund­ur Brynj­ólfs­syn­ir.
Tvíburarnir Gunn­ar Skírn­ir og Sæmund­ur Brynj­ólfs­syn­ir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lovísa og Anna Marta Ásgeirsdætur 

Lovísa og Anna Marta Ásgeirsdætur eru eineggja tvíburar fæddar árið 1973. Þær deila mikilli ástríðu fyrir heilsu og og góðum mat, en þær standa á bak við vörumerkið Anna Marta sem framleiðir ljúffengar heilsuvörur. 

„Við syst­ur höf­um alltaf verið afar sam­stíga, eig­um sam­eig­in­leg áhuga­mál og höf­um nú látið þann draum ræt­ast að vinna sam­an að eig­in fram­leiðslu,“ sagði Lovísa um samband þeirra systra í viðtali á matarvef mbl.is

Hanna Borg Jónsdóttir og Jón Ragnar Jónsson

Hanna Borg Jónsdóttir lögfræðingur og Jón Ragnar Jónsson, söngvari og IceGuys-stjarna, eru tvíburar og eru fædd árið 1985. Þau eru þó ekki ein í systkinahópnum heldur eiga þau yngri bróður, tónlistarmanninn Friðrik Dór Jónsson sem er fæddur árið 1988, og eldri systur, Maríu Mjöll Jónsdóttur, skrifstofustjóri hjá Untanríkisráðuneytinu, sem er fædd árið 1978.

Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir

Skagabræðurnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir eru eineggja tvíburar fæddir árið 1973. Þeir hafa gert það gott í knattspyrnuheiminum, bæði hér heima og erlendis, en þeir fóru saman út í atvinnumennsku til Hollands árið 1992. Í dag starfar Bjarki sem umboðsmaður hjá Stellar Nordic á meðan Arnar er þjálfari karlaliðs Víkings. 

Tvíburarnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir.
Tvíburarnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar og Ásmundur Helgasynir

Ásmundur Helgason bókaútgefandi og Gunnar Helgason, leikstjóri og rithöfundur, eru eineggja tvíburar fæddir árið 1965. Þeir deila miklum áhuga á veiði og hafa gert nokkra sjónvarpsþætti um áhugamálið í gegnum tíðina. 

Tvíburarnir Ásmundur og Gunnar Helgasynir.
Tvíburarnir Ásmundur og Gunnar Helgasynir.

Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur

Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur eru tvíburar fæddar árið 1996. Sólborg er söngkona og höfundur bókarinnar Fávitar, en hún deildi fallegri færslu um samband þeirra systra á Instagram þegar þær urðu 25 ára.

„Það eru algjör forréttindi að vera tvíburi og fá að eldast með henni. Ég hræðist ekki heiminn þegar ég geng í gegnum hann með henni. Við erum svart og hvítt en samt sama manneskjan. Ég þarf ekki að segja henni neitt, hún veit það nú þegar, því hún þekkir mig betur en ég geri sjálf. Sigríður er klár, þver, fyndust í heimi (staðreynd, ekki skoðun) og skynsöm og þegar ég get ekki verið sterk þá gerir hún það bara fyrir okkur báðar og hjálpar mér aftur upp, í hvert einasta skipti.“

mbl.is