Gáfaða fólkið flykktist á Frímann

Hverjir voru hvar | 7. mars 2024

Gáfaða fólkið flykktist á Frímann

Fræða- og skemmtimaðurinn Frímann Gunnarsson frumsýndi í síðustu viku sýninguna sína „11 Spor - Til Hamingju!”. Að hans sögn var mjög mikið af mjög gáfuðu fólki á frumsýningunni.

Gáfaða fólkið flykktist á Frímann

Hverjir voru hvar | 7. mars 2024

Már Mixta tók sjálfu af sér og Frímanni.
Már Mixta tók sjálfu af sér og Frímanni. Ljósmynd/Mummi Lú

Fræða- og skemmtimaðurinn Frímann Gunnarsson frumsýndi í síðustu viku sýninguna sína „11 Spor - Til Hamingju!”. Að hans sögn var mjög mikið af mjög gáfuðu fólki á frumsýningunni.

Fræða- og skemmtimaðurinn Frímann Gunnarsson frumsýndi í síðustu viku sýninguna sína „11 Spor - Til Hamingju!”. Að hans sögn var mjög mikið af mjög gáfuðu fólki á frumsýningunni.

„Miðað við hvað við erum komin langt út á land hérna í Hafnarfirði þá verð ég að segja að menntunarstig fólksins í salnum kom mér verulega á óvart,” sagði Frímann þegar Smartland náði sambandi við hann.

„Þetta er mjög slæmt reyndar því að það er allt uppselt og var líka um síðustu helgi. Ef það detta inn ósóttar pantanir til sölu þá seljast þær líka. Ég veit ekki hvað er hægt að gera í þessu ástandi” bætir hann við.

Gáfað fólk leiðbeinir öðrum hvenær á að hlæja

Á fremsta bekk voru meðal annars Þóra Katrín Kristinsdóttir, Þóra er með BS gráðu í efnafræði, meistaragráðu í lífrænum efnasmíðum og þá var Már Mixa lektor í fjármálum hjá HR líka á fremsta á bekk. Einnig var Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í salnum ásamt vinkonum sínum. „Það er mjög gott að hafa svo hámenntað og gáfað fólk meðal gesta því þá vita þeir sem ekki hafa brotist til mennta hvenær það á að hlæja,” segir Frímann.

Uppselt á allar sýningarnar

Uppselt var á allar sýningarnar um síðustu helgi og eru fáir miðar eftir á sýningarnar um helgina. Viðræður standa nú yfir hvort hægt verði að bæta við sýningum í haust.

„Þá má líka vera að við bætum við sýningum enn lengra úti á landi. Það eru háskólar auðvitað þar líka þó þeir glími við minna fjármagn og aðrar áskoranir en hver veit? það væri gaman að bæta við Hólum, Bifröst og Akureyri en þetta verður að koma í ljós.”

Frímann fer á kostum í nýrri sýningu.
Frímann fer á kostum í nýrri sýningu. Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Salurinn var þéttsetinn.
Salurinn var þéttsetinn. Ljósmynd/Mummi Lu
mbl.is