Lína Birgitta splæsti í 400 þúsund króna ferðatösku

Fatastíllinn | 11. mars 2024

Lína Birgitta splæsti í 400 þúsund króna ferðatösku

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og sérstakt dálæti á fallegum merkjatöskum. Hún fagnaði nýverið afmæli sínu og ákvað í tilefni dagsins að gera vel við sig og splæsti í ferðatösku frá tískuhúsinu Louis Vuitton.

Lína Birgitta splæsti í 400 þúsund króna ferðatösku

Fatastíllinn | 11. mars 2024

Lína Birgitta Sigurðardóttir fékk veglega afmælisgjöf!
Lína Birgitta Sigurðardóttir fékk veglega afmælisgjöf! Samsett mynd

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og sérstakt dálæti á fallegum merkjatöskum. Hún fagnaði nýverið afmæli sínu og ákvað í tilefni dagsins að gera vel við sig og splæsti í ferðatösku frá tískuhúsinu Louis Vuitton.

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og sérstakt dálæti á fallegum merkjatöskum. Hún fagnaði nýverið afmæli sínu og ákvað í tilefni dagsins að gera vel við sig og splæsti í ferðatösku frá tískuhúsinu Louis Vuitton.

Taskan sem um ræðir kallast Horizon og virðist vera í stærðinni 50. Mikið lúxus yfirbragð er yfir töskunni sem er þakin Louis Vuitton lógói, en hún er með breiðu handfangi sem hægt er að hækka og lækka, stílhreinum rennilás og fjórum hjólum. 

Á heimasíðu tískuhússins kemur fram að Horizon 50 taskan kosti 2.940 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 401 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Töskuna er einnig hægt að fá í stærðinni 55 sem kostar 3.400 bandaríkjadali eða rúmlega 464 þúsund krónur, og í stærðinni 70 sem kostar 4.150 bandaríkjadali eða tæplega 567 þúsund krónur.

Lína Birgitta birti svokallað „unboxing“ myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hún tók töskuna upp. Við myndbandið skrifaði hún: „Til mín frá mér.“

Á 750 þúsund króna Chanel-tösku

Þetta er þó ekki dýrasta taska Línu Birgittu, en hún á myndarlegt töskusafn sem inniheldur fallegar töskur frá mörgum af þekktustu tískuhúsum heims.

Hún skartaði til að mynda 500 þúsund króna Fendi-tösku í vinkonuferð til Barcelona í september síðastliðnum. Í ársbyrjun 2022 deildi hún svo með fylgjendum sínum að hún ætti 750 þúsund króna Chanel-tösku.

mbl.is