Tveir drepnir í umfangsmiklum árásum Rússa

Úkraína | 22. mars 2024

Tveir drepnir í umfangsmiklum árásum Rússa

Að minnsta kosti tveir voru drepnir og 14 særðust í umfangsmiklum árásum Rússa á Úkraínu í nótt, að sögn úkraínska innanríkisráðuneytisins.

Tveir drepnir í umfangsmiklum árásum Rússa

Úkraína | 22. mars 2024

Eyðilegging í Kænugarði eftir árás Rússa í fyrrinótt.
Eyðilegging í Kænugarði eftir árás Rússa í fyrrinótt. AFP/Sergei Chuzavkov

Að minnsta kosti tveir voru drepnir og 14 særðust í umfangsmiklum árásum Rússa á Úkraínu í nótt, að sögn úkraínska innanríkisráðuneytisins.

Að minnsta kosti tveir voru drepnir og 14 særðust í umfangsmiklum árásum Rússa á Úkraínu í nótt, að sögn úkraínska innanríkisráðuneytisins.

Þeir sem létust bjuggu í borginni Khmelnytskyi í vesturhluta Úkraínu. Þar særðust átta til viðbótar. Sex særðust í borginni Zaporizhzhia.

Rússar skutu yfir 90 flugskeytum í átt að Úkraínu, auk þess sem 60 drónum var beitt, sagði Volodomír Selenskí Úkraínuforseti. 

Þetta er ein stærsta árásin sem Rússar hafa gert á Úkraínu undanfarið.

Selensí Úkraínuforseti.
Selensí Úkraínuforseti. AFP/Ozan Kose

„Heimurinn sér skotmörk rússneskra hryðjuverkamanna skýrt: orkuver og rafmagnslínur, vatnsaflsvirkjanir, venjulegar íbúðabyggingar og jafnvel rafknúnir strætisvagnar,” sagði Selenskí.

Í fyrrinótt særðust 17 manns í flug­skeyta­árás Rússa á Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu, og ná­grenni.

mbl.is