Fyrsta 360 gráða yfirlitsmyndin frá goslokum

Fyrsta 360 gráða yfirlitsmyndin frá goslokum

Ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson hefur birt fyrstu yfirlitsmyndina frá Sundhnúkagígaröðinni frá því að goslokum var lýst yfir í morgun.

Fyrsta 360 gráða yfirlitsmyndin frá goslokum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. maí 2024

Hér má sjá hvernig gígurinn við Sundhnúkagígaröðina leit út fyrr …
Hér má sjá hvernig gígurinn við Sundhnúkagígaröðina leit út fyrr í dag. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson hefur birt fyrstu yfirlitsmyndina frá Sundhnúkagígaröðinni frá því að goslokum var lýst yfir í morgun.

Ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson hefur birt fyrstu yfirlitsmyndina frá Sundhnúkagígaröðinni frá því að goslokum var lýst yfir í morgun.

Á myndinni má sjá gíginn, sem látlaust hefur gosið úr síðustu vikur, þar sem hann stendur nú líflaus upp úr umhverfi sínu.

Þar sem áður vall bráðið hraun liðast nú um grár reykur og ber vitni um hitann sem enn leynist undir.

Veður­stofa Íslands lýsti yfir gos­lok­um um klukkan átta í morgun. Gosið stóð yfir í tæp­lega 54 daga og því mun lengur en þau þrjú eldgos sem á undan komu við Sundhnúkagígaröðina.

Hin ýmsu örnefni í grennd við gosið hafa verið merkt inn á myndina, sem má skoða gagnvirkt hér að neðan.

Enn eitt eldgosið í vændum

Talið er að yfir 13 millj­ón­ir rúm­metrar af kviku hafi nú þegar safn­ast und­ir Svar­tsengi sem þýðir að næsta kviku­hlaup er komið með gott for­skot, saman borið við tímabilin eftir fyrri goslok þar sem þá fyrst hefur undirbúningur næsta goss hafist.

„Við erum í raun­inni í ná­kvæm­lega sömu stöðu og við vor­um í dag­ana og síðustu tvær vik­urn­ar fyr­ir síðasta gos og þarsíðasta gos,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Bene­dikt finnst lík­leg­ast að næsti at­b­urður verði á sama svæði, hvort sem það verði kvikuinn­skot eða eld­gos. Jarðskorp­an sé orðin deig­ari eft­ir fjög­ur gos og tvö kvikuinn­skot, allt á sama hálfa ár­inu.

„Þetta er orðið veik­asti punkt­ur­inn.“

mbl.is