„Miklar líkur á rýmingu á næstu sólarhringum“

„Miklar líkur á rýmingu á næstu sólarhringum“

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, hvetur þá sem dvelja í Grindavík til að gera allt sitt dót klárt þar sem miklar líkur eru á rýmingu á næstu dögum.

„Miklar líkur á rýmingu á næstu sólarhringum“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. maí 2024

Víðir Reynisson segir miklar líkur á rýmingu í Grindavík á …
Víðir Reynisson segir miklar líkur á rýmingu í Grindavík á næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, hvetur þá sem dvelja í Grindavík til að gera allt sitt dót klárt þar sem miklar líkur eru á rýmingu á næstu dögum.

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, hvetur þá sem dvelja í Grindavík til að gera allt sitt dót klárt þar sem miklar líkur eru á rýmingu á næstu dögum.

Víðir segir að almannavarnir séu með skipulag sem geri ráð fyrir því að það taki klukkutíma að rýma Grindavík og alla starfsemi í Svartsengi.

„Við horfum á það sem svo að við séum búin að fá allar viðvaranir sem við fáum. Næsta viðvörun verður bara þegar kvikuhlaup er að byrja og eins og þetta var síðast þá kom eldgosið nánast bara á sama tíma og við fengum viðvörunina. Okkar kerfi er tilbúið og allir klárir,“ segir Víðir í samtali við mbl.is.

Grindvíkingar eigi að gera allt klárt 

Formlega var lýst yfir goslokum í morgun en allra augu eru samt enn á Reykjanesskaganum þar sem spáð er enn einu gosinu. Um 13 milljónir rúmmetrar kviku hafa bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að eldgos hófst 16. mars, samkvæmt líkanreikningum. Er þrýstingurinn í kvikuhólfinu kominn að þolmörkum. 

„Ég vil hvetja þá Grindvíkinga sem dvelja í bænum og gista þar núna þessar næturnar að vera með allt tilbúið til að yfirgefa með engum fyrirvara. Staðan er þannig núna að það eru miklar líkur á rýmingu á næstu sólarhringum. Þannig menn verða að vera klárir með sitt dót, eins og þeir eru sem eru þarna en bara gott að fara yfir dótið sitt og vera tilbúin að fara með engum fyrirvara. Og muna eftir dýrunum,“ segir Víðir.

Meiri fyrirvari ef það gýs annars staðar

Líklegast er að það byrji aftur að gjósa við Sundhnúkagíga, að sögn Víðis, en þó er ekki útilokað að eldgos komi upp annars staðar.

Ef slíkt gerist þá verður meiri fyrirvari og verður hægt að greina hreyfingar á kviku, meðal annars á aflögun og með jarðskjálftamælum.

„Ef að það verður einhver óvænt breyting á atburðarásinni og kvika fer að brjóta sér aðrar leiðir þá er okkur sagt að það taki fjóra til sjö klukkutíma,“ segir Víðir.

mbl.is