„Næsta lota er yfirvofandi“

„Næsta lota er yfirvofandi“

„Það er eiginlega ekkert hægt að segja neitt um það og ef einhver gerir það þá eru það nú bara hans eigin hugrenningar,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur spurður um þróun jarðhræringa á Reykjanesskaganum.

„Næsta lota er yfirvofandi“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. maí 2024

Úr vefmyndavél mbl.is frá Hagafelli.
Úr vefmyndavél mbl.is frá Hagafelli. Skjáskot

„Það er eiginlega ekkert hægt að segja neitt um það og ef einhver gerir það þá eru það nú bara hans eigin hugrenningar,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur spurður um þróun jarðhræringa á Reykjanesskaganum.

„Það er eiginlega ekkert hægt að segja neitt um það og ef einhver gerir það þá eru það nú bara hans eigin hugrenningar,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur spurður um þróun jarðhræringa á Reykjanesskaganum.

„Það eru engin gögn sem hægt er að byggja á, annað en það að næsta lota er yfirvofandi,“ segir Páll og segir það hreina ímyndun ef fólk telji sig geta sagt nánar til um næsta gos. 

Getum ekki giskað á hvað muni gerast

Spurður hvort enn komi til greina að tvö gos verði á sama tíma líkt og Páll sagði möguleika á í síðasta gosi, svarar Páll kíminn að best sé að einbeita sér að einu gosi í einu.

„En jú, jú þetta getur alveg gerst, það er alveg ljóst. Þó það yrði ekki ofan á núna þá sýnir þessi atburðarás að svoleiðis getur gerst,“ segir Páll.

„En við lærum bara af því sem búið er að gerast. Við getum ekki giskað út frá því hvað muni gerast.“

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi

Fólk megi ekki fyllast of mikilli öryggiskennd

Hann segir því brýnt að vera viðbúin misalvarlegum sviðsmyndum enda séu ýmsar sem komi til greina í næsta gosi. 

„Sumir fengu þá hugmynd að þessi gos væru meinlaus, það þyrfti ekkert að óttast og allar varúðarráðstafanir væru óþarfar.“ 

Varar Páll við því að fólk fyllist of mikilli öryggiskennd í kringum gosin. Hann telji því vert að hamra á því að eldgosin séu alls ekki meinlaus og að fólk þurfi áfram að sýna aðgát. Byrjun á nýju gosi sé alltaf hættuleg.

mbl.is