Goslok hafa ekki áhrif á vinnuna

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. maí 2024

Goslok hafa ekki áhrif á vinnuna

Vinna við nýja varnargarðinn við Grindavík gengur vel, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar jarðverkfræðings hjá Eflu. Engin breyting eða sérstakt átak er í byggingu garðsins þrátt fyrir að Veðurstofan hafi lýst yfir goslokum á eldgosinu við Sundhnúkagíga í gærmorgun.

Goslok hafa ekki áhrif á vinnuna

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. maí 2024

Drónamyndin var tekin í gær af nýja varnargarðinum sem nú …
Drónamyndin var tekin í gær af nýja varnargarðinum sem nú rís norðaustan við Grindavík. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Vinna við nýja varnargarðinn við Grindavík gengur vel, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar jarðverkfræðings hjá Eflu. Engin breyting eða sérstakt átak er í byggingu garðsins þrátt fyrir að Veðurstofan hafi lýst yfir goslokum á eldgosinu við Sundhnúkagíga í gærmorgun.

Vinna við nýja varnargarðinn við Grindavík gengur vel, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar jarðverkfræðings hjá Eflu. Engin breyting eða sérstakt átak er í byggingu garðsins þrátt fyrir að Veðurstofan hafi lýst yfir goslokum á eldgosinu við Sundhnúkagíga í gærmorgun.

Vinna við garðinn, sem er staðsettur innan við varnargarðinn sem þegar er til staðar norðan og austan við Grindavík, hófst á mánudag. Reiknað er með að garðurinn verði um fimm metra hár og 800 metra til eins kílómetra langur.

Jón Haukur segir að teymið sem hefur unnið að gerð varnargarða við Grindavík síðan í nóvember sé orðið ansi sjóað í þeirri vinnu.

„Það gengur bara allt eins og klukkan.“ 30 til 35 manns vinna á dagvöktunum en færri á næturvöktunum. Hann nefnir að eftir páska hafi teymið farið að taka sér tveggja daga helgarfrí, áður voru störf aðeins lögð niður á sunnudögum.

Nýi garðurinn taki 2-3 vikur

Reiknað er með því að vinnan við nýja garðinn taki tvær til þrjár vikur. Spurður hvort nýtt gos muni hafa áhrif á vinnuna svarar Jón Haukur að svo sé ekki er kemur að stóru myndinni. „Það er allt eins verið að undirbúa þá [garðana] fyrir næsta eða þarnæsta áhlaup sem kann að koma þarna niður.“ 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is