Skutu niður 31 úkraínskan dróna í nótt

Úkraína | 13. maí 2024

Skutu niður 31 úkraínskan dróna í nótt

Rússneski herinn kveðst hafa skotið niður 31 úkraínskan dróna í nótt, yfir nokkrum héruðum Rússlands og einnig yfir Krímskaganum, sem innlimaður var í landið árið 2014.

Skutu niður 31 úkraínskan dróna í nótt

Úkraína | 13. maí 2024

Úkraínskir slökkviliðsmenn að störfum í Karkív, eftir drónaárás Rússa fyrr …
Úkraínskir slökkviliðsmenn að störfum í Karkív, eftir drónaárás Rússa fyrr í mánuðinum. AFP

Rússneski herinn kveðst hafa skotið niður 31 úkraínskan dróna í nótt, yfir nokkrum héruðum Rússlands og einnig yfir Krímskaganum, sem innlimaður var í landið árið 2014.

Rússneski herinn kveðst hafa skotið niður 31 úkraínskan dróna í nótt, yfir nokkrum héruðum Rússlands og einnig yfir Krímskaganum, sem innlimaður var í landið árið 2014.

Fram kemur í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneytinu að tekist hafi að koma í veg fyrir hryðjuverkatilraunir stjórnvalda í Kænugarði gegn skotmörkum á landsvæði Rússa.

Fullyrt er að tólf vélfygli hafi verið skotin niður yfir Belgórod-héraði, sem liggur að Úkraínu og þar sem fimmtán létust í loftárás Úkraínumanna í gær.

Fleiri árásir handan landamæranna

Átta drónar til viðbótar eru sagðir hafa verið skotnir niður yfir Kúrsk-héraði og fjórir yfir Lípetsk.

Sjö drónar og fjórar eldflaugar munu þá hafa verið skotin niður yfir Krímskaganum.

Úkraínski herinn hefur síðustu mánuði aukið árásir sínar handan landamæranna, en rúm tvö ár eru liðin frá því Rússar réðust yfir þau úr austri og norðri.

Þúsund­ir hafa flúið heim­ili sín í Karkív-héraði í norðaust­ur­hluta Úkraínu eft­ir stöðugar árás­ir Rússa á svæðinu síðan á föstu­dag.

mbl.is