Rússar handtaka hershöfðingja

Úkraína | 21. maí 2024

Rússar handtaka hershöfðingja

Rússneski hershöfðinginn fyrrverandi, Ívan Popov, sem settur var af eftir gagnrýni á mikið mannfall rússneskra hermanna í Úkraínu, hefur verið handtekinn sakaður um spillingu.

Rússar handtaka hershöfðingja

Úkraína | 21. maí 2024

Ívan Popov er sakaður um spillingu.
Ívan Popov er sakaður um spillingu. AFP

Rússneski hershöfðinginn fyrrverandi, Ívan Popov, sem settur var af eftir gagnrýni á mikið mannfall rússneskra hermanna í Úkraínu, hefur verið handtekinn sakaður um spillingu.

Rússneski hershöfðinginn fyrrverandi, Ívan Popov, sem settur var af eftir gagnrýni á mikið mannfall rússneskra hermanna í Úkraínu, hefur verið handtekinn sakaður um spillingu.

Frá þessu er greint í rússneska ríkismiðlinum TASS.

Popov var rekinn í júlí árið 2023 eftir að hann hafði orð á ýmsum vandamálum hersins auk þess sem hann gagnrýndi aðra hershöfðingja og hátt mannfall rússneskra hermanna í Úkraínu.

Réttarhöld yfir Popov verða fyrir herdómstól. Hefur hann verið í haldi í um tvo mánuði.

mbl.is