Norðmenn loka á Rússa

Rússland | 23. maí 2024

Norðmenn loka á Rússa

Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að skella í lás gagnvart rússneskum ferðamönnum frá 29. maí að telja en frá þeim degi verður einungis Rússum sem eiga þýðingarmikil erindi til landsins sleppt inn í það.

Norðmenn loka á Rússa

Rússland | 23. maí 2024

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er talinn munu beita landamæralokuninni sem vatni …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er talinn munu beita landamæralokuninni sem vatni á myllu þess áróðurs síns að vestrænt hatur beinist að Rússum. AFP

Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að skella í lás gagnvart rússneskum ferðamönnum frá 29. maí að telja en frá þeim degi verður einungis Rússum sem eiga þýðingarmikil erindi til landsins sleppt inn í það.

Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að skella í lás gagnvart rússneskum ferðamönnum frá 29. maí að telja en frá þeim degi verður einungis Rússum sem eiga þýðingarmikil erindi til landsins sleppt inn í það.

Eru þessar nýju reglur framlenging af viðskiptabanni Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu en bæjarstjórinn í Sør-Varanger, Magnus Mæland, reiknar ekki með að þessar hertu reglur hafi mikla breytingu í för með sér. Hann telur Rússland þó ógn við Noreg eins og sakir standa og kveðst treysta því að ákvörðun stjórnvalda sé á röksemdum byggð.

Geti haft öfug áhrif

Dmítrí Griffin er talsmaður samtakanna Smårådina sem starfa í Noregi og berjast fyrir vexti og viðgangi lýðræðislegra stjórnarhátta í Noregi. Hann telur aðgerðir stjórnvalda geta haft öfug áhrif, þær muni svo dæmi sé tekið hafa neikvæð áhrif á Rússa sem forðað hafa sér frá Rússlandi auk þess að vera vatn á myllu áróðursvélar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sem muni notfæra sér þær til að sýna fram á vestrænt hatur í garð Rússlands.

Að sögn Emilie Enger Mehl, dómsmálaráðherra Noregs, eru hertar landamærareglur liður í þeirri viðleitni norskra stjórnvalda að standa með bandalagsríkjum sínum í viðbrögðum gegn innrásinni í Úkraínu.

Nánir ættingjar, nám og vinna

Áðurnefndum Griffin þykir það hins vegar skjóta skökku við að norsk stjórnvöld viðurkenni Pútín annars vegar sem löglegan forseta Rússlands á meðan þau á hinn bóginn grípi til harðra aðgerða gegn öllum rússneskum ríkisborgurum, óháð því hver afstaða þeirra til innrásarinnar sé.

Nýju reglurnar gera það að verkum að venjulegum ferðamönnum verður ekki hleypt inn í Noreg og hafa þar með mest áhrif í nyrsta fylki Noregs, Finnmörk, sem á landamæri að Rússlandi. Undantekningarnar sem snúa að brýnum erindum gilda um rússneska ríkisborgara sem eiga nána ættingja í Noregi eða ætla sér þar í nám eða vinnu.

NRK

VG

mbl.is