Blinken kominn til Úkraínu – Rússar herða sókn

Úkraína | 14. maí 2024

Blinken kominn til Úkraínu – Rússar herða sókn

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Úkraínu þar sem hann mun fullvissa heimamenn um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við landið og fleiri vopnasendingar. 

Blinken kominn til Úkraínu – Rússar herða sókn

Úkraína | 14. maí 2024

Sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Bridget A. Brink, tekur á móti …
Sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Bridget A. Brink, tekur á móti Blinken í morgun á lestarstöð. AFP/Brendan Smialowski

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Úkraínu þar sem hann mun fullvissa heimamenn um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við landið og fleiri vopnasendingar. 

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Úkraínu þar sem hann mun fullvissa heimamenn um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við landið og fleiri vopnasendingar. 

Á sama tíma sækja rússneskar hersveitir fram í norðausturhluta Úkraínu og eru þær komnar inn í landamærabæinn Vovchansk, skammt frá næststærstu borg landsins, Karkív. 

Ekki hafði verið tilkynnt opinberlega um heimsókn Blinkens. Hann kom til Úkraínu með lest frá Póllandi og mun á meðan á heimsókninni stendur funda með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta.

Selenskí Úkraínuforseti flytur ræðu í síðustu viku.
Selenskí Úkraínuforseti flytur ræðu í síðustu viku. AFP

Þetta verður fjórða heimsókn Blinkens til Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið í febrúar árið 2022.

Nokkrar vikur eru liðnar síðan Bandaríkjaþing samþykkti eftir miklar vangaveltur 61 milljarðs dollara hernaðaraðstoð fyrir Úkraínu.

Selenskí segist hafa sent hersveitir til aðstoðar í Karkív. Þúsundir almennra borgara hafa þurft að yfirgefa svæðið.

mbl.is