Rússar náð 278 ferkílómetra svæði á einni viku

Úkraína | 16. maí 2024

Rússar náð 278 ferkílómetra svæði á einni viku

Rússneskar hersveitir í Úkraínu hafa sölsað undir sig 278 ferkílómetra landsvæði síðan þær settu aukinn kraft í hernað sinn fyrir viku síðan í norðausturhluta Karkív-héraðs og í suðurhluta landsins.

Rússar náð 278 ferkílómetra svæði á einni viku

Úkraína | 16. maí 2024

Rússneskir hermenn á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu 9. …
Rússneskir hermenn á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu 9. maí. AFP/Natalia Kolesnikova

Rússneskar hersveitir í Úkraínu hafa sölsað undir sig 278 ferkílómetra landsvæði síðan þær settu aukinn kraft í hernað sinn fyrir viku síðan í norðausturhluta Karkív-héraðs og í suðurhluta landsins.

Rússneskar hersveitir í Úkraínu hafa sölsað undir sig 278 ferkílómetra landsvæði síðan þær settu aukinn kraft í hernað sinn fyrir viku síðan í norðausturhluta Karkív-héraðs og í suðurhluta landsins.

Landsvæðið er það stærsta sem Rússar hafa náð á sitt vald í eitt og hálft ár, samkvæmt útreikningum AFP út frá gögnum frá stofnun sem rannsakar hernað, Institute for the Study of War (ISW).

Frá 9. til 15. maí hefur rússneski herinn sölsað undir sig 257 ferkílómetra í Karkív-héraði og 21 ferkílómetra á öðrum svæðum, sem er það mesta síðan um miðjan desember 2022 þegar Rússar endurheimtu svæði í Lugansk-héraði eftir að illa hafði gengið hjá þeim í Karkív og í suðri.

mbl.is