Úkraínumenn drógu hersveitir til baka

Úkraína | 15. maí 2024

Úkraínumenn drógu hersveitir til baka

Úkraínumenn hafa dregið hersveitir sínar til baka í þó nokkrum þorpum í austurhluta héraðsins Karkív í Úkraínu.

Úkraínumenn drógu hersveitir til baka

Úkraína | 15. maí 2024

Úkraínskir hermenn að störfum í Karkív-héraði í síðasta mánuði.
Úkraínskir hermenn að störfum í Karkív-héraði í síðasta mánuði. AFP/Anatolii Stepanov

Úkraínumenn hafa dregið hersveitir sínar til baka í þó nokkrum þorpum í austurhluta héraðsins Karkív í Úkraínu.

Úkraínumenn hafa dregið hersveitir sínar til baka í þó nokkrum þorpum í austurhluta héraðsins Karkív í Úkraínu.

Rússar hafa sótt fram og gert árásir á byggðir á svæðinu meðfram landamærunum að Úkraínu frá því í síðustu viku, að sögn úkraínska hersins.

„Á sumum svæðum, í kringum Lúkjantsí og Vovtsjansk, til að bregðast við skothríð óvinarins og árásum hersveita á jörðu niðri og til að bjarga lífi hermanna okkar og komast hjá frekari missi, hafa hersveitir okkar fært sig og farið á betri staði,” sagði úkraínski herinn í tilkynningu.

Skutu niður 17 úkraínska dróna

Rússar sögðust í morgun hafa skotið niður 17 úkraínska dróna sem var beint að birgðastöð fyrir eldsneyti í borginni Rostov í suðurhluta Rússlands.

Höfuðstöðvar rússneska hersins í stríðinu gegn Úkraínu eru staðsettar í sömu borg.

mbl.is