Guðmundur Marteinsson keypti 190 milljóna lúxusíbúð sem Rut Kára hannaði

Heimili | 14. maí 2024

Guðmundur Marteinsson keypti 190 milljóna lúxusíbúð sem Rut Kára hannaði

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónus, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, hafa fest kaup á lúxusíbúð í Kópavogi. Um er að ræða einstaka íbúð sem Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði frá A-Ö og hefur íbúðin verið til umfjöllunar á Smartlandi. Hjónin greiddu 190.000.000 kr. fyrir íbúðina og fylgja öll gluggatjöld með í kaupunum og líka veggljós. 

Guðmundur Marteinsson keypti 190 milljóna lúxusíbúð sem Rut Kára hannaði

Heimili | 14. maí 2024

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónus, hefur fest kaup á einstakri …
Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónus, hefur fest kaup á einstakri íbúð í Kópavogi. Samsett mynd

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónus, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, hafa fest kaup á lúxusíbúð í Kópavogi. Um er að ræða einstaka íbúð sem Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði frá A-Ö og hefur íbúðin verið til umfjöllunar á Smartlandi. Hjónin greiddu 190.000.000 kr. fyrir íbúðina og fylgja öll gluggatjöld með í kaupunum og líka veggljós. 

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónus, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, hafa fest kaup á lúxusíbúð í Kópavogi. Um er að ræða einstaka íbúð sem Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði frá A-Ö og hefur íbúðin verið til umfjöllunar á Smartlandi. Hjónin greiddu 190.000.000 kr. fyrir íbúðina og fylgja öll gluggatjöld með í kaupunum og líka veggljós. 

Íbúðin er 174,9 fm að stærð og er í blokk sem reist var 2019. Hvergi var til sparað þegar íbúðin var hönnuð að inn­an en inn­an­húss­arki­tekt­inn hannaði ekki bara eld­hús­inn­rétt­ingu og baðher­bergi held­ur hill­ur sem eru eins og lista­verk í stof­unni, klæðning­ar á veggi og aðrar sniðugar lausn­ir sem gera íbúðina enn þá eigu­legri. 

Inn­rétt­ing­arn­ar voru sér­smíðaðar af Smíðaþjón­ust­unni og eru þær úr grá­bæsaðri eik. Gott skápapláss er í íbúðinni. Steinn er á borðplöt­unni í eld­hús­inu og á eyj­unni. Dempaðir lit­ir prýða íbúðina og sagði Rut í viðtali við blaðamann árið 2022 að þetta væri svona Miðjarðar­hafs-íbúð. 

Smartland óskar Guðmundi og Ingibjörgu til hamingju með nýju íbúðina! 

Gluggatjöldin passa vel við veggina og innréttingarnar en þau fylgdu …
Gluggatjöldin passa vel við veggina og innréttingarnar en þau fylgdu með í kaupunum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Vandað var til verka þegar íbúðin var innréttuð.
Vandað var til verka þegar íbúðin var innréttuð. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is