Íslamskur hópur segist bera ábyrgð á sprengingum í Lundúnum

Hópur, sem kallar sig Leynilegu samtökin - al-Qaeda í Evrópu, hefur birt yfirlýsingu á íslamskri vefsíðu og segist þar bera ábyrgð á sprengjuárásunum í Lundúnum í morgun.

Þýska tímaritið Der Spiegel segir á fréttavef sínum, að hópurinn hafi birt yfirlýsinguna á netsíðu sem íslamskir öfgamenn skoða oft. Þar segi hópurinn að árásirnar séu hefnd fyrir aðild Breta að hernaðaraðgerðum í Írak og Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert