Ekkja Martins Luthers Kings látin

Coretta King í janúar árið 2004.
Coretta King í janúar árið 2004. AP

Coretta Scott King, ekkja mannréttindafrömuðarins Martins Luthers Kings Jr. lést í dag, 78 ára að aldri. Þau Coretta og Martin Luther gengu í hjónaband 18. júní árið 1953 og eignuðust þau fjögur börn. Börn þeirra hafa haldið merki föður síns á lofti og barist fyrir auknum mannréttindum.

Coretta Scott King var sömuleiðis öflugur baráttumaður fyrir auknum mannréttindum allt sitt líf. Barðist hún fyrir afnámi dauðarefsinga í Bandaríkjunum og innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003. Þá hefur hún barist fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra.

Bandarísk barnabókaverðlaun eru nefnd eftir henni.

mbl.is