Breskur kvikmyndagerðarmaður var myrtur af ísraelskum hermanni

Enskur dánardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að James Miller, breskur kvikmyndagerðarmaður var myrtur af ísraelskum hermanni sem skaut hann til bana á Gaza fyrir þremur árum. „Byggt á þeim sönnunargögnum sem við höfum fengið í hendurnar höfum við kviðdómendur einróma komist að þeirri niðurstöðu að James Miller var myrtur á ólögmætan hátt,” sagði í tilkynningu talsmanns dánardómstólsins í St Pancras í London.

mbl.is