Sænska kirkjan þáttakandi í Gay Pride í Stokkhólmi

Frá Gay Pride í Reykjavík
Frá Gay Pride í Reykjavík mbl.is/Árni Sæberg
Sænska mótmælendakirkjan hyggst taka þátt í „Gay Pride” göngu samkynhneigðra í Stokkhólmi sem fram fer næstkomandi laugardag. Þrjátíu manns, þar á meðal prófastar frá dómkirkjunum í Stokkhólmi og Uppsölum, taka þátt í göngunni undir slagorðinu „Ástin er sterkari en nokkuð annað”.

Talsmenn kirkjunnar segja að tilgangurinn sé sá að „rjúfa hina miklu þögn fjöldans um mál samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og kynskiptinga. “

Svíar þykja hvað fremstir í flokki þegar kemur að málum samkynhneigðra. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa þegar verið leyfðar, en frumvarp sem til stendur að leggja fram í janúar á næsta ári kveður á um að öllum verði frjálst að giftast í lútersku kirkjunni, óháð kynhneigð. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður Svíþjóð fyrsta landið til að setja slík lög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....