Thompson: Nauðsynlegt að handsama bin Laden og taka hann af lífi

Fred Thompson.
Fred Thompson. Reuters

Fred Thompson, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sagði í dag að nauðsynlegt væri að handsama Osama bin Laden og taka hann af lífi. Ekki kæmi þó til greina að hann yrði líflátinn án dóms og laga. Á morgun verða sex ár liðin frá hryðjuverkunum sem urðu þrjú þúsund manns að bana í Bandaríkjunum 11. september 2001.

Thompson er einn þeirra sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblíkanaflokksins á næsta ári. Hann var gagnrýndur fyrir helgi fyrir að segja að bin Laden væri „fyrst og fremst táknrænn,“ og vera hans í „fjöllunum í Pakistan eða Afganistan [væri] ekki jafn aðkallandi vandi og að líklega eru útsendarar al-Qaeda í Bandaríkjunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina