Netsamband við Myanmar rofið

Herstjórnin í Myanmar segir fréttaflutning erlendra blaðamanna æsa upp mótmælin …
Herstjórnin í Myanmar segir fréttaflutning erlendra blaðamanna æsa upp mótmælin i landinu. Reuters

Aðalnettenging Myanmar við umheiminn hefur rofnað. Samkvæmt starfsmanni hjá símafyrirtæki landsins er ástæðan skemmd á neðansjávarkapli. AFP fréttastofan skýrði frá þessu fyrir skömmu en ekki er vitað hvort aðrar tengingar eru virkar og eða hvort yfirvöld hafi viljandi rofið sambandið.

Blaðamenn á fréttavef BBC segja að aðgerðir herstjórnarinnar séu farnar að hafa áhrif á flæði mynda af mótmælunum. Færri ljósmyndir og fréttamyndskeið hafa verið send beint frá fólki í Myanmar.

Einnig hafa borist fregnir af því að farsímaloftnet séu hætt að virka og símalínur heim til erlendra blaðamanna hafi verið rofnar.

mbl.is