Engar vísbendingar um stökkbreytingu fuglaflensuveiru

Engar vísbendingar eru um að fuglaflensuveiran H5N1 hafi tekið stökkbreytingum þótt staðfest hafi verið að veiran hafi smitast á milli tveggja manna í Pakistan. Segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, að væri svo hefðu mun fleiri smitast þar.

Niðurstöður rannsókna hafa staðfest, að 25 ára gamall karlmaður, sem lést 28. nóvember, var með H5N1 en ljóst er að hann komst ekki í snertingu við smitað fiðurfé. Því þykir ljóst að maðurinn hefur smitast af öðrum manni.

Slíkt smit hefur einnig komið upp í Kambódíu, Indónesíu og Víetnam á undanförnum mánuðum en alltaf hefur aðeins verið um einn  sjúkling að ræða í hverju tilfelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert