Finnsk stúlka grunuð um skipuleggja morð

Finnsk stúlka er grunuð um að hafa skipulagt morð á móður sinni með því að ráða menn til þess að drepa hana.  Móðir stúlkunnar lifði árásina af. 

Fimm manns, þar á meðal stúlkan sem er 19 ára, og tveir tvítugir menn, hafa verið handtekin og ákærð fyrir tilraun til morðs og fyrir að vera vitorðsmenn.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu fóru þrír menn á heimili fórnarlambsins þann 16.janúar og sögðu móður stúlkunnar að þeir vildu ræða við hana um mál sem varðaði dóttur hennar. 

Eftir að konan hleypti þeim inn var hún lamin í hausinn með krossboga og ör en henni tókst að sleppa með því að læsa sig úti á svölum og hrópa á hjálp.

Árásarmennirnir voru fljótlega handteknir.  Einn fannst með krossbogann en örin fannst á heimili móðurinnar.

Rannsóknarmenn fundu einnig skrifuð skilaboð frá stúlkunni þar sem hún býður fram peninga til þess að fá móður sína myrta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...