Afvopnunarsamningur Bandaríkjanna og Rússlands langt kominn

Barack Obama vill fækka kjarnorkuvopnum.
Barack Obama vill fækka kjarnorkuvopnum. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands, eru nálægt því að ná samkomulagi um afvopnun kjarnavopna, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir rússneskum stjórnvöldum í Kreml.

Samningamenn þjóðanna hafa undanfarið hist í Genf í Sviss til að ræða framhald START afvopnunarsamkomulagsins, sem undirritað var í lok kalda stríðsins við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar, og sem rann út um  síðustu áramót.

Hafa forsetarnir báðir lýst yfir mikilli ánægju með þann mikla undirbúning sem farið hefur í nýja samninginn. Mikil áhersla hefur verið lögð á að föst tímasetning verði sett á að samningsdrög liggi fyrir  

Medvedev og Obama „samþykktu að veita samninganefndunum frekari  útlistun,“ með það í huga að samningsgerðinni verði lokið, sagði í yfirlýsingu frá Kreml.

Arftaki START samningins hefur verið ofarlega á forgangslista Obama í utanríkismálum, enda er nýr samningur talinn geta stutt við hugmyndir forsetans um kjarnavopnalausan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/1: 4...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
 
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...