Sýnir þörfina fyrir sameinaða lofthelgi

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið ringulreið í flugmálum.
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið ringulreið í flugmálum. Árni Sæberg

Glundroðinn sem upp hefur komið í flugmálum í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli hefur beint kastljósinu að vanhæfni Evrópusambandsins til að koma á samhæfðu flugkerfi, segir í frétt AFP.

Í dag eru 27 aðskildar lofthelgir yfir ríkjum Evrópusambandsins og ákvörðunin um það hvort lofthelgin skuli opin eða lokuð liggur hjá yfirvöldum hvers ríkis. Sögulegar ástæður eru fyrir lofthelginni og tengslin við varnarmál ríkjanna augljós. Enda eru fáar ríkisstjórnir sáttar við að einhver annar ákveði hvenær loka eigi flugvöllum í landinu.

Jafnvel Eurocontrol, sem fer með flugöryggismál og loftleiðsögn, og sem 38 ríki eiga fulltrúa í, verður að sætta sig við að samhæfa ákvarðanir þjóðanna frekar en að hafa yfirumsjón með þeim. 

Og þó Evrópuráðið hafi ýmislegt að segja um það hvað gerist á jörðu niðri í ríkjum ESB hefur það lítið að segja um það sem gerist í háloftunum.

Forsvarsmaður IATA, sambands flugfélaga, segir málið hið vandræðalegasta. það sé „evrópskt klúður.“ Fimm daga hafi tekið að boða samgönguráðherra ríkjanna á fund eftir að flugbann var sett á síðasta fimmtudag. 

Ásakanir um seinagang ESB heyrast æ oftar. Ríki sambandsins hafi brugðist seint við hjálparbeiðnum eftir jarðskjálftann á Haítí og ekki hafi ESB heldur brugðist fljótt við fjárhagsvanda Grikkja.  

Ævarandi vandi ESB er þó sá, að mati AFP-fréttastofunnar, að erfitt sé að hafa einn stjórnanda þegar allir vilja stýra.

Takmörkuð flugumferð var heimiluð yfir Evrópu á ný í dag, en fjöldi flugfarþega hafa verið fastir fjarri heimahögunum frá því flugbann var sett á vegna ótta við öskufall úr Eyjafjallajökli síðasta fimmtudag. Að sögn Eurocontrol mun um helmingur allra áætlunarflugvéla ná að halda sinni flugáætlun.

Matthias Ruete, sem fer fyrir samgöngumálum hjá Evrópuráðinu, segir ringulreiðina nú sýna að full þörf sé á samhæfðum aðgerðum í Evrópu. „Komum loksins hugmyndinni um eina lofthelgi í gagnið,“ sagði hann. Sú hugmynd hefur legið frammi árum saman, en ekki notið fylgis Evrópuþjóða vegna óttans um að draga úr völdum hvers ríkis. 

„Það yrði mun auðveldara að taka á svona málum ef ekki væri nema ein lofthelgi. Þá væri hægt að veita svona málum algjöran forgang,“ segir Helen Kearns talskona samgöngumála hjá ESB. Samgönguráðherrar ríkja ESB hafi almennt verið á því að samhæfa þurfi aðgerðir í lofthelgismálum á fundi sínum í gær. „Þannig að ég tel að nú sé pólitískur vilji til að koma málinu áfram.“

mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...