Sakhæfisaldur lækkaður

Frá Danmörku.
Frá Danmörku. mbl.is/Brynjar Gauti

Danska þingið samþykkti í dag að hækka sakhæfisaldur þar í landi í 14 ára frá og með 1. júlí nk. Lagafrumvarpið, sem hefur verið harðlega gagnrýnt, var aðeins samþykkt með átta atkvæða meirihluta. Þannig greiddu 58 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 50 gegn því.

Í nýju lögunum er einnig kveðið á um það að engin hámarksrefsing er fyrir afbrot þeirra sem eru 18 ára og yngri, en í eldri lögum var skýrt kveðið á um að ungmenni gætu að hámarki fengið átta ára dóm fyrir afbrot sín. Nýju lögin kveða þó á um það að óheimilt er að dæma ungmenni sem eru 18 ára yngri í lífstíðarfangelsi. Einnig er kveðið á um þyngri refsingar til handa fullorðnum sem þvinga börn og unglinga til afbrotaverka.

Lagabreytingin er hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem nefnist „Ný byrjun“ sem hefur það að markmiði að draga úr afbrotum ungmenna. Bæði lögfræðingar og ýmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að vilja hækka sakhæfisaldurinn og telja það ekki vænlegt til árangurs. 

Jafnframt hafa talsmenn þeirra meðferðarheimila, sem taka eiga við ungmennum undir 18 ára aldri sem dæmd eru fyrir afbrot, varað við því að ekki séu nægilega mörg pláss laus til aðhægt sé að taka við auknum fjölda ungmenna.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert