Chavez gegn brjóstastækkunum

Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela.

Hugo Chavez, forseti Venesúela, er þekktur fyrir andstyggð sína á  golfi, viskídrykkju og öðrum útlendum munaði. Nú hefur hann að sögn vefsíðu Sydney Morning Herald hafið baráttu gegn enn einum erlendum ósið: brjóstastækkunum. 

Forsetinn sagði í sjónvarpsútsendingu  að ástæðan fyrir miklum vinsældum slíkra aðgerða væri að sumir læknar sannfærðu konur um að ef þær væru ekki með nógu stór brjóst ,,ætti þeim að líða illa". Það væri ,,skelfilegt" að jafnvel fátækar konur sem ættu erfitt með að láta endum ná saman í fjárhagnum  færu í brjóstastækkun.

  Lýtalæknar brugðust hart við ummælunum og sögðu að allar konur, ríkar jafnt sem fátækar, ættu rétt á stærri barmi. Árlega fara milli 30.000 og 40.000 konur í brjóstastækkun í Venesúela.

mbl.is

Bloggað um fréttina