Flugvél forsetafrúar í erfiðleikum

Michelle Obama.
Michelle Obama. Reuters

Flugvél Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, varð að hætta við lendingu á herflugvelli nálægt Washington í gær vegna mistaka flugumferðarstjóra.

Flugvélin flaug of nærri 200 tonna C-17 herflutningaflugvél og urðu flugmenn að hætta á síðustu stundu við að lenda á Andrews herflugvellinum, að sögn bandarískra fjölmiðla.

Bandaríska flugmálastjórnin sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að flugvélin hafi eki verið í hættu.   

Flugumferðarstjórar á Andrews óttuðust, að vegna mistaka annarra flugumferðarstjóra myndi C-17 flugvélin ekki komast nægilega snemma af flugbrautinni svo Boeing 737 flugvélin, sem Michelle Obama var í, gæti lent örugglega.  

Var flugmönnum vélarinnar því skipað að fljúga hringi yfir vellinum svo flutningavélinni gæfist tími til að fara af brautinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...