Obama þakkar sérsveitarmönnum

Barack Obama Bandaríkjaforseti flaug til Fort Campbell í Kentucky í morgun til að hitta sérsveitina, Navy SEAL team 6, sem réði Osama bin Laden af dögum.

Obama þakkaði sérsveitarmönnunum fyrir hugrekki. „Hryðjuverkamennirnir, sem réðust á okkur þann 11. september 2001 munu aldrei ógna Bandaríkjunum aftur,“ sagði forsetinn.

Hann sagði það vera forréttindi að hitta sérsveitarmennina og þakkaði þeim fyrir hönd Bandaríkjamanna og fólks um víða veröld fyrir vel unnið verk.

mbl.is