Sarkozy: Mistök að Grikkir hafi fengið aðild að evrusvæðinu

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Reuters

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að það hafi verið mistök að leyfa Grikklandi að gerast aðili að evrusvæðinu árið 2001. Sarkozy segir að Grikkir hafi ekki verið reiðubúnir til þess að taka upp evru.

Forsetinn bætti því við að hægt verði að bjarga Grikklandi vegna þess samkomulags sem náðist í dag um skuldavanda evruríkjanna. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Utanríkisráðherra Grikklands segir í samtali við BBC að það neyðarástand sem ríki á evrusvæðinu eigi ekki rætur að rekja til Grikklands. Ekki sé hægt að gera neitt eitt ríki að blóraböggli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...