Minnst 15 borgarar létust í árás

Bandarískur landgönguliði í Afganistan.
Bandarískur landgönguliði í Afganistan. AFP

Óttast er að minnst 15 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í loftárás Atlantshafsbandalagsins NATO í Logar-héraði suður af borginni Kabúl í Afganistan. Óljósar fregnir hafa borist um mannfallið en talið er að konur og börn séu meðal þeirra látnu.

Haft er eftir talsmönnum NATO að „fjölmennt lið uppreisnarmanna“ hafi fallið í árásinni sem gerð var á íbúðarhús í héraðinu. Það voru hermenn fjölþjóðaliðs NATO á jörðu niðri sem óskuðu eftir loftárásinni en talið er skotið hafi verið á herliðið úr húsinu.

AFP fréttaveitan hefur það eftir talsmanni lögreglu að 18 óbreyttir borgarar, konur og börn, hafi fallið í árásinni auk sjö uppreisnarmanna úr röðum talibana.

Fréttamaður AFP á svæðinu telur sig hafa séð lík minnst 15 fórnarlamba loftárásarinnar. Í hópnum voru fjögur börn.

Talsmaður NATO segir að tvær konur hafi verið fluttar særðar á hersjúkrahús til aðhlynningar en ekki er talið að þær séu alvarlega slasaðar.

Þá mun nokkurt magn skotvopna auk sprengiefnis hafa fundist á svæðinu og hefur það verið gert upptækt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...